Lífshættuleg friðarstefna?

Persónulega finnst mér það della að ætla að banna varðskipum t.d. Dana og Norðmanna að koma til hafnar í Reykjavík. En það sem meira er ég er þeirrar skoðunar að það geti verið lífshættuleg della.

Þau eru líklega orðin býsna mörg mannslífin sem Dönsk og Norsk varðskip hafa bjargað í gegnum árin og af ýmsum þjóðernum, enda ekki um það spurt þegar menn í sjávarháska eru annars vegar.

Þau voru líka býsna mörg mannslífin sem þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði þau ár sem hún var til staðar.  Þar voru notuð hernaðatæki til björgunarstarfa.  Það gerði björgunarafrekin ekki minni, eða dró á nokkurn hátt úr verðmæti þeirra mannslifa sem var bjargað.

Það er Íslendingum til framdráttar og hagsbóta að eiga sem mest samstarf við nágrannaríkin á sviði bjjörgunar og eftirlits á hafsvæðunum í kringum Ísland.  Það að varðskip þeirra séu vopnuð (eins og reyndar Íslensku varðskipin) á ekki að skipta nokkru máli þar um.

Aðild Íslendinga að NATO hefur sömuleiðis reynst þjóðinni vel og vonandi að þar verði framhald á, ég geri mér þó grein fyrir að það samstarf er mun umdeildara en samstarf okkar við Norðurlöndin.

Ég get ekki skilið hvað borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingar heldur að ávinnist með því að banna erlendum varðskipum að koma til hafnar í Reykjavík.  Það væri vissulega fróðlegt að heyra þær útskýringar.

Næsta skref í þeirri baráttu yrði síðan líklega að reka Landhelgisgæsluna frá Reykjavík, enda getur varla skipt meginmáli hvers lenskar byssurnar eru, eða hvað?


mbl.is Mikilvægt björgunarsamstarf geti skaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband