12.11.2012 | 14:52
Að mennta hershöfðingja
Þó að framhjáhald sé í sjálfu sér ekkert gamanmál, þá get ég ekki hlegið að einstökum atriðum í þessu máli.
Að Petreus og Broadwell (sem hann hélt við) hafi fyrir stuttu gefið út bókina: All In: The Education of General David Petraeus, er í mínum huga brandari sem ekki er hægt að búa til. Slíkir gæðabrandarar verða aðeins til í raunveruleikanum.
Hótunarbréf komu FBI á sporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Grín og glens | Aukaflokkar: Aulahúmor, Bækur | Facebook
Athugasemdir
Menntun er eitt, hegðun er annað...
Það er langur vegur frá dáta til hershöfðingja í Bandaríska hernum enda er það skóli eftir skóla og West Point er bara brot af leiðinni og langt frá hershöfðingjaskólanum...
Það sem menn gera svo í frítímanum kemur hermensku lítið sem ekkert við, nema ef vera skyldi riddaramensku að aðstoða konur sem eru ófullnægðar... :)
Annars sé ég ekkert fyndið við titil bókarinnar, eða þá sem komu að gerð hennar...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 12.11.2012 kl. 15:18
Menntun er eitt, skólaganga allt annað og hegðun svo þriðji hluturinn.
Hvað varðar titilinn, geri ég enga kröfu um að alli hafa sama húmör og ég, eða finnist þetta nokkuð hlægilegt.
En það finnst mér hins vegar og skemmti mér nokkuð dátt yfir þessu, en það er önnur saga.
G. Tómas Gunnarsson, 12.11.2012 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.