16.10.2012 | 17:01
Að bíða eftir "góðu veðri".
Eins og fram kemur hér í fréttinni sem þessi færsla er hengd við, hafa allar skoðanakannanir í ríflega 3. ár sýnt að meirihluti Íslendinga er á móti inngöngu landsins í "Sambandið".
Það vita "Sambandssinnar". Það veit "Sambandið".
Þess vegna liggur þeim ekkert á að ljúka viðræðum. Þess vegna hentar þeim að viðræðurnar dragist eins á langinn og mögulegt er.
Vonin um að hlutirnir snúist til betri vegar er nokkuð veginn það eina sem "Sambandssinnar" eiga eftir. Von um kraftaverk, töfralausn. Von um að efnahagsástandið á eurosvæðinu fari að lagast, von um að Íslendingar "sjái ljósíð". "Sambandssinnar" hafa enda verið duglegir að kynna aðild sem "töfralausn", þannig að þetta rímar nokkuð saman.
Samfylkingin getur enda ekki út frá pólítískri stöðu sinni viðurkennt þá staðreynd að "Sambandsaðild" sé næsta ólíkleg, hvað þá slitið viðræðum eða sett þær á ís. Það myndi ganga illa í hennar stuðningmenn. Betra að "óvinirnir" fái slíkt hlutverk.
Þá er betra að vona að Eyjólfur hressist og "sumarið" láti sjá sig sig á eurosvæðinu. En enn er aðeins "haust" og það er hætt við því að "veturinn" verði langur.
En á Íslandi hyllir undir "vorið og það eina sem getur komið í veg fyrir að "sumarið" komi er núverandi ríkisstjórn.
Líklega verður "sumardagurinn fyrsti" í mái í ár.
Meirihluti á móti í meira en þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.