Þegar gjaldmiðillinn heldur sínu striki og dregur ekki mið af raunveruleikanum

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að lánshæfismat Spánar sé á niðurleið. Reyndar er lánshæfismat opinberra aðila víðast hvar á niðurleið.

Skuldastaða hins opinbera enda víða langt frá því að vera til fyrirmyndar.  

En Spánn er í stærri klípu, eins og mörg þau lönd sem hafa tekið upp euro. Gjaldmiðill Spánar aðlagar sig ekki að efnahagslegum raunveruleika landsins.

Gjaldmiðill Spánar er sterkur og hefur ekki látið verulega undan síga þó að fjórðungur atvinnufærra Spánverja sé án atvinnu.  Þó að landsframleiðsla dragist saman.  Þó að útflutningur Spánverja dugi ekki til að greiða fyrir innflutningin.  Þó að tugir þúsunda íbúða séu auðar og óseldar.  Þó að vanskil í bankakerfinu aukist með hverjum deginum sem líður. Þó að fasteignaverð hafi hrunið og ekki sjái fyrir endann á því.  Þó að mótmæli séu daglegt brauð í mörgum af stærstu borgum Spánar.  Þó að eitt stærsta og öflugasta hérað Spánar tali um sjálfstæði.  Þó að stjórnendur í Spænska hernum hafi minnt á "hlutverk hans".

Þrátt fyrir allt þetta hefur gjaldmiðill Spánar haldið mestu af verðgildi sínu.

Það hefur gert þeim sem eiga peninga að flytja þá í burtu frá Spáni, án þess að glata svo nokkru nemi af fjármunum sínum.

Frá júni 2011 til júní 2012, nam fjármagnsflóttinn frá Spáni u.þ.b. 300 milljörðum euroa. Sú upphæð nemur rétt undir 30% af landsframleiðslu Spánar (einhversstaðar á bilinu 27 til 28 % ef ég man rétt).

Sjálfsagt gleðjast margir yfir því að velefnaðir Spánverjar og fyrirtæki komist með fé sitt úr landinu án þess að glata verulega af verðmæti þess, en landinu blæðir hægt og rólega út.

Í mörg ár voru raunvextir neikvæðir á Spáni.  Slíkt ástand kyndir undir fasteignabólur og eykur líkur á óarðbærum framkvæmdun.  Slíkt varð enda raunin á Spáni, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera.

En það kemur alltaf að skuldadögunum.  Þeim mætti Spánn í spennitreyju allt of sterks gjaldmiðils og berst þar um á hæl og hnakka, með báðar hendur bundnar.

 


mbl.is Lánshæfi Spánar lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband