16.5.2006 | 18:56
Vatnsrennireið
Þetta eru vissulega góðar fréttir, og jákvætt framhald af umferðarpistlinum sem ég ritaði hér á undan. Ef mengun af bílaumferð svo gott sem hverfur, þá er það vissulega stór áfangi sem ber að fagna. Þetta eru svo ekki síður stórkostlegar fréttir fyrir íslendinga, sem gætu þá keyrt á innlendu eldsneyti.
En þetta er ekki komið á koppinn, en verður vonandi að veruleika eins og þarna er talað um á næstu 10 árum eða svo, hvað það tekur svo langan tíma fyrir vetnisbíla að verða ráðandi er svo erfiðara að spá um, ef ekki kemur til önnur og betri tækni.
En þetta eru eins og áður sagði góðar fréttir, og vonandi að starf Íslenskar NýOrku og samstarfsaðila þeirra eigi eftir að skila íslendingum framarlega í nýtingu vetnis.
General Motors ætlar að framleiða vetnisbíla eftir nokkur ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.