Umfjöllun um Ísland á BNN í dag.

Viðskiptasjónvarpsstöðin Business News Network, eða BNN, sendir út frá Toronto í Kanada.  Þátturinn Headlines var að nokkru leyti helgaður Íslandi.  

Þar var rætt við Ólaf Ragnar Grímsson, Dariu Zakharova, frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Jon Johnson, annan Íslenska konsúlinn í Toronto.

Ólafur talar býsna vel og útskýrir afstöðu Íslendinga ágætlega.  Fulltrúi IMF ber Íslandi vel söguna, en er varkár í svörum sínum.  Jon Johnson er á léttari nótum, en minnist á vangaveltur um upptöku Kanada dollars.

En þeir sem áhuga hafa geta horft á upptökur af þættinum á www.bnn.ca

En hér má finna myndskeiðið með Ólafi Ragnari, hér myndskeiðið með Dariu Zakharova og hér myndskeiðið með Jon Johnson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband