3.10.2012 | 05:23
Nýr jakki, sama röddin
Nú virðast "Sambandsinnar" hafa talið að þeir þyrftu nýjan vettvang til að senda fram áróður sinn fyrir "Sambandsaðild" og aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið.
Líklega hafa þeir talið að þeu samtök sem fyrir eru (hvað eru þau nú orðin mörg samtökin sem berjast fyrir "Sambandsaðild"?) séu farin að missa trúverðugleika og fáir hlusti á það sem þau hafa fram að færa. Það er líkega ekki fjarri sanni hjá þeim.
Undir slíkum kringumstæðum hefur verið vinsælt (sérstaklega hjá vinstri mönnum) að stofna nýjan vettvang (gott ef ein slík tilraun bar ekki einmitt slíkt nafn, Nýr vettvangur) um von um nýjan skammt af trúverðugleika.
En ég held að flestir sjái í gegnum þennan málflutning og þennan nýja hóp, þetta er sama fólkið og sami boðskapurinn - í nýjum jakka.
Ekkert er minnst á erfiðleika "Sambandsins" eða þá erfiðleika sem blasa við "jaðarríkjum" í "Sambandinu". Það er eins og rétt einu sinni eigi að reyna að selja aðild á þeirri forsendu að lífskjör í aðlögunarlandinu muni samsama sig lífskjörum í Þýskalandi.
Íbúar margra landa hafa brennt sig á þeirri sölumennsku og ég vona að Íslendingar bætist ekki í þann hóp.
Loks staðfestir ályktunin, enn og aftur, það sem margir hafa haft á tilfinningunni.
Lætin, ofstopinn og offorsið sem ríkisstjórnin hefur keyrt stjórnarskrármálið áfram af, á sér fyrst og fremst eina skýringu.
Það liggur á að breyta stjórnarskránni til þess að tímaáætlun þeirra sem vilja keyra Ísland inn í Evrópusambandið raskist ekki.
Ég spyr, er það sá grundvöllur sem Íslendingar vilja nota sem hvata til að breyta stjórnarskrá sinni?
P.S. Eins og margir gera sér eflaust grein fyrir er fyrirsögnin fengin að "láni" frá Björgvini Halldórssyni.
Vilja breyta framtíðarsýninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:12 | Facebook
Athugasemdir
Hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2012 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.