Mysu áfengi

Það er alltaf ánægjulegt að lesa fréttir um nýjungar og framþróun. Sérstaklega þegar um er að ræða að nýtingu á því sem áður hefur verið talið lítils eða einskis virði, eða jafnvel úrgangur.

Nýting á hráefni bæði í sjávarútvegi og landbúnaði er allt önnur en var og er það vel.  Bæði hafa Íslendingar komist að því að margt af því sem þótti lítils virði er herramannsmatur og svo hitt að nýjar aðferðir og tækni hafa gert fyrirtækjum kleyft að nýta hráefnið betur.

Það verður fróðlegt að sjá hvar þetta endar, Eyfirskur vodki hljómar ekki sem verst, myndi líklegast bragðast engu síður.  Eldsneyti er heldur ekkert til að fúlsa við á þessum síðustu og.....

Hið besta mál.


mbl.is Breyta mysu í vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það má segja að mysa hafi haldið lífi í íslendingum gegnum aldirnar, því með mysunni var hægt að súrsa bæði kjöt og slátur.  Menn hafa drukkið hana sem heilsudrykk og hún verið gegnum tíðina afar þýðingarmikil alla vega úti á landi, þar sem sjálfsþurftarbúskapur var iðkaður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband