24.7.2012 | 17:45
Aðeins skammtímalausnir?
Það er ekkert sem bendir til þess að sjái fyrir endann á eurokrísunni. Í raun hafa engar lausnir verið boðaðar. Aðeins hefur verið talað um niðurskurð, launalækkanir og aukið lánsfé. Það blasir við í Grikklandi hvaða árangri þær "lausnir" skila.
Eurolöndin hafa enda lítið gert nema að standa fyrir langri röð neyðarfunda.
Allt bendir til að Spánn þurfi á mikilli aðstoð að halda. Héraðstjórnir þarlendar eru að verða gjaldþrota. Sömu sögu er að segja að borgum og sveitarstjórnum á Ítalíu. Á mörgum stöðum er verið að tala um að ekki sé til fé til að veita grunnþjónustu.
Euroið bauð upp á góðan aðgang að lánsfé og þar að auki oft með neikvæðum raunvöxtum. Það er veisla sem framkvæmdaglaðir stjórnmálamenn eiga erfitt með að neita sér um.
En Spánn hefur glatað samkeppnishæfni sinni, læst inni með alltof sterkan gjaldmiðil. Atvinnuleysi í kringum 25% og 50% hjá ungu fólki. Slíkt þolir engin þjóð til lengdar.
En þungi vandamálsins finnst ef til vill í orðum forstjóra Franska fyrirtækisins Peugeot, sem hann lét falla um svipað leyti og fyrirtækið sagði upp 8000 starfsmönnum. Hann fullyrti að launakostnaður bilframleiðenda í Frakklandi væri 14% hærri en bílaframleiðenda í Þýskalandi.
Það er því ekki að undra að margir óttist að eurokrísan gleypi einnig Ítalíu og jafnvel Frakkland. Þau búa sömuleiðis við skert samkeppnishæfi, og nýkjörinn Frakklandsforseti þykir ekki traustvekjandi á sínum fyrstu mánuðum í starfi. Þar virðist gamaldags sósíalismi hafa yfirhöndina.
Megin mein eurosvæðisins er hve hagkerfin innan þess hafa þróast mismunandi og í ólíkar áttir. Veikari löndin hafa tapað miklu af samkeppnishæfi sínu. Útreikningar benda til að fyrir sum þeirra sé myntin u.þ.b. 40% of sterk. Til samanburðar má benda á að Þýskur iðnaður blómstrar, enda má segja að Þýskaland sífelli gjaldmiðill sinn, með tengingu við Grikkland, Portúgal, Spán, Ítalíu o.s.frv. Þýskur gjaldmiðill yrði umtalsvert sterkari en euroið er nú.
Slíkt misvægi verður ekki leiðrétt nema með því sem næst óframkvæmanlegum innri niðurfærslum launa og annars kostnaðar, eða þá frekari samruna og umsvifamiklum og stöðugum fé millifærslum frá hinum betur stæðari löndum svæðisins, til hinna verr stæðu.
Fyrir því er hins vegar að segja má enginn pólítískur áhugi, og má hver sá stjórnmálamaður sem ber það upp í norðurhluta eurosvæðisins reikna með að tapa kosningum.
Því er haldið áfram frá neyðarfundi til neyðarfundar. Plástur er settur á holundarsárin, keyptur friður á mörkuðum í fáeina daga. Pólítísk forysta eurosvæðisins hefur reynst með öllu ófær um að taka á vandanum (samkvæmt Íslenskri fyrirmynd, yrði hún þó síknuð fyrir dómstólum vegna þess að hún er dugleg að halda fundi), sem hefur ekki gert neitt nema að aukast mánuð frá mánuði.
Það er undarlegra en orð fá lýst, og í raun ástæða til sérstakrar rannsóknar, hvað Samfylkingin og Vinstri græn telja sig vinna fyriri Íslensku þjóðina með því að stefna markvisst að "Sambandsaðild" og upptöku euros.
Spánn sekkur enn dýpra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Málið er að þessir aðilar eru EKKI AÐ VINNA FYRIR ÍSLENSKU ÞJÓÐINA. Annað hvort hefur þetta fólk fengið loforð um góðar stöður innan ESB, eða þau eru svo langt sokkin í loforðum að þau þora hreinlega ekki að andmæla, sem er þá orðið afar hættulegt mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2012 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.