Sambandsleysi?

Það er ósköp auðvelt að setja sig í spor Norðmanna sem ekki vilja ganga í "Sambandið".  Eins og forsetaframbjóðandinn orðaði það, hver kaupir gistingu í brennandi hóteli, ef til vill ekki orðrétt haft eftir, en meiningin var slík.  Varla verður forsetaframbjóðandinn þó sakaður um að hafa að óþörfu horn í síðu "Sambandsins" eða vera því verulega andsnúin.

"Sambandið" logar enda því sem næst stafna á milli.  Bruninn er verstur í "Suðurríkjunum", en ágreiningurinn og deilurnar ná um allt.  Deilt er um fé, deilt er um aðferðir, deilt er um lausnir og markmið.  Í viðbót við eurokrísuna, var í nýlegri skýrslu fullyrt að einu aðildarríkjanna væri í raun stjórnað af glæpaklíkum.

Einn er þó sá hópur sem staðfastlega vill ganga í "Sambandið".  Það eru ráðherrar og þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Þeir standa í "lobbýinu" á hinu "brennandi hóteli" og virðast halda að logarnir sem leika um bygginguna sé vegna grillveislu sem þeim hafi verið gjörð. Þar verði boðið upp á grillaðan makríl. Þeir standa í "lobbýinu" og veifa heilbrigðisvottorðinu sem utanríkisráðherrann fullyrðir að þeir séu að gefa "Sambandinu".  Líklega telja þeir sig sömuleiðis hafa verið fengna til að "taka út" brunavarnirnar.

Sem betur fer styttist í kosningar.  Þar gefst Íslensku þjóðinni tækifæri til þess að skipta um farastjóra.

Það er nokkuð ljóst að í þeim kosningum gildir atkvæði greitt Samfylkingu og Vinstri grænum áframhaldandi aðlögunarferli að "Sambandinu". 

Atkvæði greitt Samfylkingu og Vinstri grænum í þeim kosningum jafngildir því að vilja skrá sig til gistingar á hinu "brennandi hóteli".

 


mbl.is 75% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir standa í "lobbýinu" á hinu "brennandi hóteli" og virðast halda að logarnir sem leika um bygginguna sé vegna grillveislu sem þeim hafi verið gjörð. Þar verði boðið upp á grillaðan makríl. Þeir standa í "lobbýinu" og veifa heilbrigðisvottorðinu sem utanríkisráðherrann fullyrðir að þeir séu að gefa "Sambandinu". Líklega telja þeir sig sömuleiðis hafa verið fengna til að "taka út" brunavarnirnar.

 Frábært grín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 20:23

2 Smámynd: Björn Emilsson

Öllu gríni fylgir nokkur alvara. Málið er grafalvarlegt, svo ekki sé meira sagt.

Björn Emilsson, 24.7.2012 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband