23.7.2012 | 16:51
Sambandsleysi?
Það er ósköp auðvelt að setja sig í spor Norðmanna sem ekki vilja ganga í "Sambandið". Eins og forsetaframbjóðandinn orðaði það, hver kaupir gistingu í brennandi hóteli, ef til vill ekki orðrétt haft eftir, en meiningin var slík. Varla verður forsetaframbjóðandinn þó sakaður um að hafa að óþörfu horn í síðu "Sambandsins" eða vera því verulega andsnúin.
"Sambandið" logar enda því sem næst stafna á milli. Bruninn er verstur í "Suðurríkjunum", en ágreiningurinn og deilurnar ná um allt. Deilt er um fé, deilt er um aðferðir, deilt er um lausnir og markmið. Í viðbót við eurokrísuna, var í nýlegri skýrslu fullyrt að einu aðildarríkjanna væri í raun stjórnað af glæpaklíkum.
Einn er þó sá hópur sem staðfastlega vill ganga í "Sambandið". Það eru ráðherrar og þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna.
Þeir standa í "lobbýinu" á hinu "brennandi hóteli" og virðast halda að logarnir sem leika um bygginguna sé vegna grillveislu sem þeim hafi verið gjörð. Þar verði boðið upp á grillaðan makríl. Þeir standa í "lobbýinu" og veifa heilbrigðisvottorðinu sem utanríkisráðherrann fullyrðir að þeir séu að gefa "Sambandinu". Líklega telja þeir sig sömuleiðis hafa verið fengna til að "taka út" brunavarnirnar.
Sem betur fer styttist í kosningar. Þar gefst Íslensku þjóðinni tækifæri til þess að skipta um farastjóra.
Það er nokkuð ljóst að í þeim kosningum gildir atkvæði greitt Samfylkingu og Vinstri grænum áframhaldandi aðlögunarferli að "Sambandinu".
Atkvæði greitt Samfylkingu og Vinstri grænum í þeim kosningum jafngildir því að vilja skrá sig til gistingar á hinu "brennandi hóteli".
![]() |
75% Norðmanna vilja ekki í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Athugasemdir
Þeir standa í "lobbýinu" á hinu "brennandi hóteli" og virðast halda að logarnir sem leika um bygginguna sé vegna grillveislu sem þeim hafi verið gjörð. Þar verði boðið upp á grillaðan makríl. Þeir standa í "lobbýinu" og veifa heilbrigðisvottorðinu sem utanríkisráðherrann fullyrðir að þeir séu að gefa "Sambandinu". Líklega telja þeir sig sömuleiðis hafa verið fengna til að "taka út" brunavarnirnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 20:23
Öllu gríni fylgir nokkur alvara. Málið er grafalvarlegt, svo ekki sé meira sagt.
Björn Emilsson, 24.7.2012 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.