21.7.2012 | 20:37
Engar hugsjónir?
Alltaf þykir mér frekar klént þegar ég les fréttir (sem eru auðvitað ekki alltaf réttar) um að einstaklingar séu að framkvæma skoðanakannanir (að mæla styrk sinn) áður en þeir ákveða að bjóða sig fram.
Mér finnst það einhvern veginn blasa við að þeir einstaklingar hafa ekki hugsjónir sem þeir eru að hugsa um að berjast fyrir. Þeir eru hinsvegar að reyna að mæla hvort þeir komist í ákveðið starf.
Ég held að slíkar mælingar séu oft ekki besta veganestið í kosningabaráttu. Það er varasamt að hefja baráttuna á forsendum skoðanakannana.
Ég held að nýafstaðnar forsetakosningar hafi sannað það.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þarna er ég algjörlega sammála þér G. Tómas
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 21:01
Já, ég er líka sammála. Maður annað hvort vinnur að hugsjónunum, vissum málum, eða ekki.
Elle_, 22.7.2012 kl. 01:17
Þá erum við fjögur hér,hugsjónir geta allir sameinast um,þær voru orðnar flæktar í egoisma góðærisins.
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2012 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.