Stúlkur og vísindi

Það er kunnara en frá þurfi að segja að hið opinberir aðilar um víða veröld eru sínkt og heilagt í alls kyns herferðum, til að lagfæra mannlífið.  Alls kyns opinberar og hálfopinberar stofnanir eru eilíflega að uppgötvaeitthvað sem að þeirra mati má betur fara og telja að sjálfsögðu enga betur til þess fallna að lagfæra það en sig sjálfa, svo lengi sem senda má skattgreiðendum reikninginn.

Evrópusambandið er að sjálfsögðu ekki eftirbátur eins né neins í þessum fræðum og á þess vegum eru metnarðarfullar herferðir um hin aðskiljanlegustu málefni.  Nú mun m.a. vera í gangi hjá "Sambandinu" herferð til að auka þátttöku stúlkna í vísindum.  Til að ná því markmiði var myndbandið sem er hér að neðan m.a. framleitt.

Þegar horft er á myndbandið er ekki hægt annað en að skellihlægja.  Það vantar ekki að það er fagmanlega unnið og líklega hefur ekki verið skorið við nögl hvað kostnaðinn varðar.  En eitthvað hefur  farið úrskeiðis í hugmyndavinnunni, því þetta myndband er eins langt frá því að hvetja stúlkur til menntunar og starfa í vísindum og hugsast getur að mínu mati.  Það er líklegra að það hafi þveröfug áhrif. 

Reyndar voru viðbrögðin við því slík að myndbandið var fjarlægt af vef "Sambandsins"  eftir að hafa verið þar fáeina daga.

Það eina sem ef til vill skyggir á hláturinn, er ef viðkomandi er skattgreiðandi í einum af löndum "Sambandssins" og þurfti því að taka þátt í að fjármagna framleiðsluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband