Ég held að Geir H. Haarde hafi gert allt sem í hans valdi stóð ...

Ofanritað má lesa á Eyjunni og er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, eiðsvarinni fyrir Landsdómi.

Sama Jóhanna Sigurðardóttir, sami forsætisráðherrann, greiddi atkvæði á móti því að Alþingi drægi ákæru sína á hendur Geir H. Haarde til baka fyrir fáum dögum.

Það eru skrýtnar leiðirnar í pólítíkinni.

Hvað köllum við einstakling sem á þátt í að koma einstaklingi, sem hann telur saklausan, fyrir dóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, hvað kallasst svona manneskja?  Og hvað er slík manneskja sem segir bara það sem henni þóknast að gera í stjórnmálum landsins og það í ríkisstjórn??  Málatilbúningur og ósannsögli er aðalsmerki Samfylkingarinnar.  Verra en orð fá lýst.  Það ætti að rannsaka hana og öll hennar verk. 

Elle_, 10.3.2012 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband