Í hvaða myntum eru útflutningstekjur Íslendinga

skipting utflutningstekna islands HMG

Nú má heyra ýmsa á Íslandi tala um að það sé fimbulfamb að taka upp aðra erlenda mynt en euro, enda séu viðskipti Íslendinga að mestum hluta í euroum.

Svo ramt kveður að þessu að heyra má alþingismenn tala á þessum nótum.  Það er ef til vill táknrænt fyrir það Alþingi sem nú starfar, og sérstaklega stjórnaliðana að þeir skuli ekki vita hið rétta í málinu.  Það virðist gjarna vera þeirra hlutskipti.

Þeir virðast sumir hverjir í þessu máli rugla saman uppskipunarhöfn og gjaldmiðlum.  Þeir væru því ef til vill betur komnir á "fraktara" en á Alþingi.  Ég birti því hér lítið kökurit sem ég birti hér á þessu bloggi fyrir einhverjum mánuðum.

Það sýnir að útflutningstekjur Íslendinga eru að mestar í Bandarískum dollurum, þó að mikið af þeim útflutningi fari á Evrópskar hafnir.  Það skýrist að mestu leyti af því að álútflutningurinn er greiddur í dollurum.

Skyldu þá þeir hinir sömu mælast til að Íslendingar taki upp dollar og gangi í Bandaríkin?

Líklega ekki.

Það geri ég ekki heldur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Væri það ekki betri kostur að sækja um aðild að Bandaríkjum Norður Ameríku, en að innlimast í klúðurbandalag Stór Þýskalands. Aðrir halda vatni yfir tilhugsuninni að taka upp Kanadadollar. Þeir hafa greinilega ekki kynnt sér sjálfstæðisbaráttu Nýfundnalands.

Björn Emilsson, 5.3.2012 kl. 03:01

2 Smámynd: Björn Emilsson

aðrir halda varla vatni.. á það að vera.

Björn Emilsson, 5.3.2012 kl. 03:03

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Held reyndar að útflutningstekjur í dollurum sé mun hærri, tók saman tölur frá Hagstofu Íslands þar sem kemur fram að bara útflutningur á áli, kísiljárni og útflutningi til Bandaríkjana þá nemi þessi dollara útflutningur 47% af heildar útflutningi. Gera má ráð til viðbótar sé annar útflutningur í dollurum sé 3-4%.

Eggert Sigurbergsson, 5.3.2012 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband