15.2.2012 | 21:53
Þeir eru af ýmsum tegundum fílarnir
Það hefur mikið verið rætt um í hvað horf Íslendingar vilji koma myntmálum sínum undanfarin misseri. Sitt hefur hverjum sýnst í þeim efnum.
En ákvörðun hefur verið tekin í þeim efnum. Núverandi stjórnvöld hafa tekið ákvörðun. Þau stefna lóðbeint niður í ESB aðild og upptöku euros.
Það veit þó engin hvenær upptaka euros yrði möguleg og svo er það nokkur galli við aðgerðarplan þeirra Steingríms og Jóhönnu að allt bendir til þess að Íslendingar muni hafna því að ganga inn í "Sambandið".
Það eru sömuleiðis blikur á loft með að euroið verði til staðar óbreytt þegar kæmi að því að Íslendingum stæði til boða að taka það upp, ef áætlanir Jóhönnu og Steingríms gengju eftir.
Á vef Bloomberg fréttastofunnar mátti til dæmis lesa eftirfarandi, haft eftir vogunarsjóðsstjóranum John Paulson, í dag:
We believe a Greek payment default could be a greater shock to the system than Lehmans failure, immediately causing global economies to contract and markets to decline, the hedge fund said in the letter, a copy of which was obtained by Bloomberg News. The euro is structurally flawed and will likely eventually unravel, it said.
Auðvitað er þetta enginn stóridómur, en þetta er langt í frá einu spádómurinn um að euroið muni eiga í erfiðleikum á næstu árum og lönd muni yfirgefa myntsvæðið, nú eða það hreinlega leysist upp.
En það eru vissulega til aðrar leiðir, rétt eins og hugmyndir sem hafa komið fram um einhliða upptöku erlends gjaldmiðils. Persónulega held ég að það geti verið tvíeggjuð lausn.
Það er líka sjálfsagt að skoða hvernig þjóðum hefur vegnað með euroið nú þegar það hefur verið við lýði í áratug. Allir þekkja hvernig ástandið er hjá ríkjum eins og Grikklandi, Spáni, Portúgal, Italíu og Írlandi. En það er líka gott að hafa í huga að landi eins og Frakkland hefur verið með sívaxandi viðskiptahalla undanfarin 10 ár. Auðvitað væri það einföldun að skrifa það einvörðungu á euroið, en það hefur þó svo sannarlega ekki hjálpað til. Atvinnuleysi þar fer sömuleiðis vaxandi.
Staðreyndin er sú að þó að Íslenska krónan eigi engan frægðarferil að baki, þá hefur Íslendingum ekki vegnað illa í efnahagslegu tilliti þegar litið er til baka. Vissulega var bankahrun á Íslandi, en það er langt í frá einsdæmi. Það þarf ekki að leita langt hvorki í tíma eða landfræðilega til að finna dæmi um bankahrun.
En efnahagslegar framfarir hafa síst verið minni á Íslandi en í öðrum löndum. Ef til vill er það ekki síst að þakka því að atvinnuleysi hefur sem betur fer oft verið minna en í nágrannalöndum og aldrei hefur verið litið á langvarandi atvinnuleysi sem eðlilegan hlut á Íslandi.
Eins og margar þjóðir hafa lært er kostnaður við langtíma atvinnuleysi gríðarlegur. Efnahagslega og félagslega.
Ef til vill ætti það ekki að vera fyrirferðarminna atriði í umræðunni, en gjaldmiðillinn.
Krónan er fíllinn í stofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 16.2.2012 kl. 03:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.