Staða ofar fylkingu

Skoðanakönnunum sem þessri ber alltaf að taka með fyrirvara, en það er ekki þar með sagt að hún gefi ekki vísbendingar og ekki megi leggja eitthvað út frá niðurstöðum hennar.  En hér er ekki talið upp úr kjörkössum.

Það sem vekur fyrst og fremst athygli mína í þessari könnun er afar mismunandi staða nýju framboðanna og svo aftur hrikaleg staða Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Mér kemur ekki á óvart að Björt framtíð fái ekki mikinn hljómgrunn.  Persónulega tel ég ekki mikla eftirspurn eftir bergmáli af Samfylkingunni, sem leggur mesta áherslu á að styðja núverandi ríkisstjórn.

Gríðargott fylgi Samstöðu kemur mér hins vegar nokkuð á óvart, en Lilja hefur verið óhrædd við að kynna aðrar leiðir og lagt mikla áherslu á skuldamálin.  Það er því ekki óeðlilegt að óánægja með ríkisstjórnina skili sér til hennar flokks í góðu fylgi.  En það er rétt að hafa í huga að fylgi margra álíkra framboða hefur legið niður á við, eftir gott gengi í skoðanakönnunum.  En þessi skoðanakönnun sýnir að framboð Samstöðu á góða möguleika, hver svo sem niðurstaðan verður.

Staða Samfylkingar og Vinstri grænna verður að teljast afleit.  Samfylkingin með "léttvínsfylgi" og Vinstri græn eins og þokkalega sterkur bjór, svo notuð sé vinsælar líkingar.  En fylgismenn VG eru líklega enn í skýunum yfir að Lilja hafi yfirgefið flokinn og segja hverjum sem er að brottför 3. þingmanna hans hafi "styrkt" flokkinn.  Ég yrði ekki hissa þó að fleiri örvæntingarupphlaup sæjust hjá þingmönnum Samfylkingar á næstu dögum, enda gefur könnunin vísbendingar um meirihluti þeirra geti ekki reiknað með að sitja á þingi á næsta kjörtímabili.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur geta þokkalega við unað, en könnunin er engin ástæða til gleði af þeirra hálfu.  Hún sýnir að þeim hefur ekki tekist nógu vel að ná til kjósenda og nýta sér hrikalegar óvinsældir ríkisstjórnarinnar.   Sjálfstæðisflokkurinn með 35% fylgi, en er þó að missa mikið fylgi frá síðustu könnun.  Það hlýtur að vera flokknum áhyggjuefni.  Framsóknarflokkurinn stendur nokkuð fast á sínu, er stærri en báðir ríkisstjórnarflokkarnir, en er ekki að bæta við sig fylgi heldur dalar svo lítið.

Þessi könnun er auðvitað því marki brennd að svarhlutfall í henni er lágt.  Aðeins 52.9% af 800 manns taka afstöðu til flokka.  Það sýnir óánægju með flokkana og það sem í boði er, en það getur líka gefið vísbendingar um að ef ekkert breytist gæti svo farið að kosningþátttaka yrði í lægri kantinum.  Það er rétt að hafa í huga að í síðustu sveitarstjórnarkosningum sáust þátttökutölur í kringum 66% í stórum sveitarfélögum.

P.S. Með þennan góða árangur Samstöðu í þessari könnun, verður auðvitað farið að spauga með að þessa Lilju myndu nú allir hafa kveðið.  En það má líka segja að "gömlu" flokkarnir hafi fengið "Storminn" í fangið.


mbl.is Samstaða er í skýjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband