30.1.2012 | 01:18
Nokkrar myndir
Ég hef ekki verið eins duglegur með myndavélina í vetur eins og stundum áður. En þó hef ég reynt að fara út að smella sem oftast. Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég hef tekið undarnfarnar vikur. Það er hægt að smella á myndirnar til að sjá þær stærri og færast þannig yfir á Flickr síðuna, þar sem finna má fleiri myndir. Eins og sjá má á þessum myndum kýs ég æ oftar að færa myndirnar mínar yfir í svart hvítan búning.
Meginflokkur: Ljósmyndun | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Athugasemdir
Skemmtilegar myndir þarna hjá þér.
Ég er sjálfur áhugaljósmyndari en á mjög erfitt með að sjá út form og slíkt er ég er á röltinu. Ég öfunda alltaf þá sem það geta.
Björn I (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 10:57
Þakka þér hlý orð. Þetta er í sjálfu sér eins og flest annað, spurning frekar um æfingu en meðfædda hæfileika. Best af öllu er að taka mikið af myndum og stúdera það sem sést á þeim. Einnig að stúdera hvað það gæti verið sem öðrum líkar við myndirnar, sem og hvað það er sem þér líkar við í annarra myndum.
Digital tæknin er ómetanleg í þessu samhengi, nú er hægt að taka ógrynni af myndum með sáralitlum tilkostnaði.
Bara til að taka eitt smá dæmi, þá setti ég myndina af blóminu hér fyrir ofan inn á Flickr, þó að ég sé örlítið óviss um hvort að hún hefði ekki orðið mikið betri ef fókusinn hefði verið svolítið dýpri. Ég mun reyna að hafa það í huga næst þegar svipað tækifæri kemur upp.
Þetta er endalaus, en skemmtileg, stúdia og eitt af því skemmtilega við ljósmyndunina er að það er alltaf hægt að gera betur.
G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2012 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.