Maðurinn sem féll til jarðar (úr 12.000 feta hæð)

Við kölluðum þá oft í gríni bakpokaskríl. Þannig töluðum við um fallhlífarstökkvarana þegar ég var í sviffluginu í gamla daga.  Sjálfur hef ég aldrei stokkið í fallhlíf, tók þó nokkur teygjustökk í "den".  Það er skrýtin tilfinning að sjá jörðina koma æðandi á móti sér.

En það er ábyggilega ekkert grín að lenda í því að fallhlífin opnist ekki og varafallhlífin virki ekki, og sjá jörðina æða á móti sér á u.þ.b. 130 km hraða.

En jafn ótrúlega og það hljómar þá er lifði Michael Holmes það af.  Hann lenti í berjarunna og slapp með ótrúlega lítil meiðsli.

Það má lesa viðtal við Michael í The Mail On Sunday, og hér má sjá myndbandsupptöku sem hann tók á leiðinni. 

Ótrúlegt en satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband