Ögmundur vinsælt skotmark

Ég vil byrja á því að vísa í blogg mitt frá því í morgun um nokkurn veginn sama málefnið.  Ég held að það gefist best að halda sér við það sem Ögmundur sagði orðrétt, en ekki túlka það að eigin hentugleika og rjúka svo fram.  Hér er það sem birtist í frétt mbl.is orðrétt, lykilorðin eru líklega "innan Evrópusambandsins":

 "Hvernig stendur á því, að alltaf þegar bornir eru upp samningar innan Evrópusambandsins þá er stofnanaveldið, hvort sem það er verkalýðshreyfing, atvinnurekendasamtök, stjórnsýslan, hlynnt en almenningur á móti? Það er vegna þess að búið er að fara með flugvélarfarma viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem fólk hefst við á kostnað ríkisins. Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir, meiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu," sagði Ögmundur

En þeim liggur mörgum á að ráðast á Ögmund þessa dagana.  Hann hefur enda reitt margan vinstrimanninn til reiði á undanförnum dögum og því hefur verið hart að honum sótt og eitthvað segir mér að það verði svo áfram um hríð.

En auðvitað er það ágætt að umræða um "hlunnindi", boðsferðir og annað slíkt komi upp á yfirborðið á ný.  Mikið var rætt um boðsferðir fyrir nokkrum misserum í tengslum við Íslensku útrásarfyrirtækin.  Öllum þótti ljóst að þær ferðir hefðu ekki í eintómu gustukaskyni af hálfu "útrásarvíkinganna".

Það sama gildir auðvitað um "kynnisferðir" á vegum "Sambandsins".  Liggja t.d. einhverjar upplýsingar hjá verkalýðsfélögum hve margir og hverjir hafa farið í kynnisferðir á vegum Evrópusambandsins?  Hafa samtök atvinnurekenda gefið upp hvort og hverjir hafi farið í slíkar ferðir á þeirra vegum?   Hafa Íslenskir fjölmiðlar gefið út slíkar upplýsingar?  Hafa Íslenskir stjórnmálamenn farið í slíkar boðsferðir? 

Er ekki sjálfsagt að slíkar upplýsingar sem látnar liggja frammi í þjóðfélagi sem á að vera gagnsætt og allt er uppi á borðum?

Ég get ekki séð að Íslenskir embættismenn séu bornir neinum sökum af hálfu Ögmundar, en forsvarsmenn ríkisstarfsmanna virðast þó óðara komnir í vörn.

En það er velþekkt að margir líta á utanlandsferðir sem hlunnindi.  Það að slíkt hafi áhrif á störf manna er alls ekki algilt, en það er heldur ekki það sjaldgæft að það teljist undantekning.

Sú var tíðin að óþarfa utanlandsferðir og "dagpeningaaustur" var eitthvað sem Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýndi oft og harðlega.  En líklega hef ég ekki heyrt hana minnast á slíkt eftir mitt ár 2007.

 


mbl.is Gagnrýnir málflutning Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband