Soros frá Davos - "Þriðjaheimsríkin" í "Sambandinu" stórskuldug í erlendum gjaldeyri

Hinn velþekkti fjárfestir George Soros var með hádegisverðarfund fyrir blaðamann í Davos í dag.  Vissulega hafa menn skiptar skoðanir á Soros, en þeir eru þó margir sem telja það þess virði að leggja við hlustir þegar Soros talar.

Hann talaði um að 3ja ára lán Evrópska seðlabankans hefðu gert mikið gagn, en grunnvandi "jaðarríkjanna" stæði óhaggaður.  Þau hefðu í raun fengið stöðu þriðjaheimsríkja, stórskuldug í erlendum gjaldeyri (euroum).

Soros sagði ennfremur að Þýskaland væri ráðandi í Evrópusambandinu, enda lánveitendur, sem jafna hefðu undirtökin þegar kreppti að.

Þetta er það sem svo margir hafa verið að benda á undanfarin misseri, "Suðurríkin" hafa glatað samkeppnishæfni sinni gagnvart "Norðurríkjunum", sérstaklega Þýskalandi.  Euroið virkar fyrir þau sem erlendur gjaldmiðill sem "læsir" þau inni.  Einu ráðin eru þá harkalegur niðurskurður og innri kauplækkanir, sem oft hafa í för með sér frekari samdrátt og hætta er að að til verði vítahringur.

Eins og Soros sagði skapar þetta efnahagslega og pólítíska spennu, sem er erfið fyrir "Sambandið" og gæti sprengt það eða kvarnað út úr því.

Það sem haft er eftir Soros í þessari færslu er fengið héðan.

Því má svo bæta við að það var haft eftir hagfræðiprófessornum (Yale) Robert Shiller í Davos að líklega myndi skuldakreppan vara í áratug.  Það kom líka fram að Joseph Stiglitz fyndist það bjartsýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eitthvað er þetta skrýtinn tengill.

G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2012 kl. 19:32

2 identicon

Sorry, G. Tómas. Þarna varð mér á í messunni.

Bið þig að þurrka út fyrsta tengilinn. Sá rétti er fyrir neðan. Kveðja.

http://bazonline.ch/schweiz/wef/Wir-gehen-schizophren-mit-der-neuen-Realitaet-um/story/21576285?dossier_id=1261

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 19:38

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gat ekki breytt athugasemdinni, þannig að ég feldi hana út.  Mun setja hana inn aftur ef þess er óskað.  Bestu þakkir fyrir tengilinn.

G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2012 kl. 21:04

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ekkert skrýtið að margir hafi efasemdir um núverandi form kapítalismans.  Margir efast meira að segja um að þetta sé kapítalismi.  En auðvitað er auðvelt að gleyma sér í rifrildi um einhverjar skilgreiningar.

En það er alveg rétt að mínu mati að það er margt sem þarf að laga í efnahagsumhverfinu, ekki síst í Evrópusambandinu.  Hnignunin þar er áberandi.  Bandaríkin eru sömuleiðis í standandi vandræðum en halda þó betur sjó.

En kapítalisminn er margslunginn og ef til vill má segja að hann sé ekki eins í neinum tveimur löndum.  Hann hefur margsinnis verið talinn af, en rís alltaf aftur.  En það er eðlilegt að efast um að hann sé "one size fits all" og um að gera að láta reyna á "formið".

Sjálfur er ég ekki þeirrar skoðunar að "stærra sé betra" eins og mikið hefur verið hamrað á undanfarin ár.  Slíkt drepur ekki minna niður en það skapar.  Það á í mínum huga bæði við fyrirtæki og ekki síður t.d. Evrópusambandið.

G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2012 kl. 21:10

5 identicon

Takk fyrir Tómas. Góð ummæli hjá þér. En eitt er víst, við verður að láta minna, minnka kröfur okkar og ganga á auðlindir jarðar með meiri virðingu. Neyslumunstrið, eins og það er í dag, er geggjað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 21:38

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég persónulega hef trú á kapítalismanum.  En ég tek lítinn þátt í neysluhyggjunni.  Það eru margir sem rugla þessu tvennu saman.

En það er hægt að líta á hlutina frá mörgum sjónarhornum.  Til dæmis má segja að sósíalisminn sé það sem heimtar hagvöxtinn af mestum krafti.

Kapítalisminn getur komist af án hagvaxtar, en skuldsett þjóðríki (sem oft hafa skuldsett sig til að fjármagna samneyslu) geta ekki án hagvaxtar verið.  Hagvöxturinn verður að vera í það minnsta örlítið hærri en vaxtagreiðslurnar, annars fer illa og það verður að skera niður þjónustuna (útgjöldin).  Það er nákvæmlega sú staða sem svo mörg vestræn ríki finna sig í núna.

G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2012 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband