21.1.2012 | 12:49
Opnað með hálfsannleik
Evrópusambandið kýs að opna áróðurskrifstofu sína á Íslandi með hálfsannleik. Ef til vill fer það vel á. Formælendum "Sambandsins" er það vissulega tamt, rétt eins og einn þeirra lýsti yfir þegar hann sagði að stjórnmálamönnum innan "Sambandsins" hefði verið svo áfram um að selja kosti eurosins, að þeir hefðu "gleymt" að fjalla um gallana.
En það er ekki verið að opna áróðursmálaskrifstofu fyrir Evrópu, það er verið að opna áróðurmálaskrifstofu fyrir Evrópusambandið. Það er ekki hið sama. Ísland hefur ekki sótt um um aðild að Evrópu, það er í Evrópu. Ísland hefur hins vegar illu heilli sótt um aðild að Evrópusambandinu.
Það er hins vegar alþekkt, ekki síst í stjórnmálum að einstaklingar, flokkar og samtök reyna að tengja sig við það sem jákvætt er talið, en sneiða hjá hinu sem kjósendum er lítt þóknanlegt. Því er talið betra að tengja sig við Evrópu, en Evrópusambandið, sem vissulega er orðið laskað "vörumerki". Það er skotið fyrir sig hálfsannleik, sem í þessu tilfelli er nálægt því að teljast hrein lygi.
En þessi framsetning er ekki ný af nálinni og frammámenn innan innan "Sambandsins" er tamt að haga orðnotkun sinni eins og þeir tali í nafni allrar Evrópu og Evrópusambandið sé Evrópa og engin skil þar á milli.
Rökrétt heiti á áróðursmálaskrifstofunni væri Evrópusambandsstofa, ekki Evrópustofa.
En ferð sem hefst á hálfsannleik eða lygi endar oft illa.
Upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér með þetta G. Tómas. Eitt sem þetta fólk áttar sig ekki á að þó fjölmiðlar landsins séu flestir innlimunarsinnaðir, þá les fólk hér bæði blogg og facebook og aðrar spjallsíður og þær hafa tiltölulega meiri áhrif hér í svona litlu samfélagi en í stærri samfélögum. Okkar vopn er því bloggið, fésið og spjallsíður. Sem betur fer höfum við þar sterkan vettvang til að tjá okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 17:32
Fyrir það fyrsta ætti að banna áróðursstofuna sem er ekkert nema íhlutun í innanríkismál okkar og ótrúleg ósvífni. Satt að stofan á alls ekki að kallast Evrópustofa sem er blekking og fals. Rangheiti og öfugnefni ætlað til að blekkja þar sem Evrópusambandið er ekki nema um 42% af Evrópu. Ætli þessi skrifstofa sé ekki ólögleg og brjóti ekki gegn stjórnarskrá?
Elle_, 21.1.2012 kl. 17:56
Góð athugasemd Elle, það ætti að skoða það vel, tel að það gæti allt eins verið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 17:59
Já, nú skulum við opna AMERÍKUSTOFU þar sem langmestur hluti landsins er í álfunni Ameríku og ekki í Evrópu þó e-ir forhertir Jónar Hannibalssynir og Össurar hafi kannski valið að kalla okkur pólitískt þar. Okkur hlýtur að vera stætt á að opna slíka stofu um andstöðu meirihluta Íslendinga við stórhættulegt Brusselforræði og yfirráð yfir landinu okkar og lögum.
Elle_, 21.1.2012 kl. 22:07
Já heheha af hverju ekki?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.