Nokkrar ekki alfarið einskisverðar tölulegar staðreyndir sem getur verið gott að halda til haga

Hér á eftir koma nokkrar athygliverðar tölulegar staðreyndir sem ég hef rekist á undanfarna daga. 

Evrópski seðlabankinn keypti skuldabréf ríkja Eurosvæðisins fyrir u.þ.b. 4.9 milljarða euroa fyrstu tvær vikur þessa árs.   Það eru u.þ.b. 784 milljarðar Íslenskra króna.

Grikkland þarf að greiða skuldabréf að upphæð 14.4 milljarða euroa þann 20. mars næstkomandi.  Það eru u.þ.b. 2304 milljarðar Íslenskra króna.

Ávöxtunarkrafa á 10 ára Portúgölsk skuldabréf hækkaði um ríflega 2. prósentustig á mánudaginn og var þá 14.72%

Evrópski seðlabankinn upplýsti að falsaðir euroseðlar sem fundist hefðu á síðustu 6 mánuðum síðasta árs, hefði fjölgað um 4.7% og hefðu verið 310.000.  Vinsælustu seðlarnir hjá fölsurum eru 20 og 50 euro, en samanlagt eru þeir um 80% af fölsuðum euroseðlum.

Kanadíski seðlabankinn hélt stýrivöxtum sínum í 1%.

Spánn seldi skuldabréf í dag.  Þeir náðu að selja 3 milljarða í skuldabréfum til 1. árs með 2.15% vöxtum, sem er umtalsverð lækkun frá síðasta útboði, er vextirnir voru 4.15%.  Þeir seldu sömuleiðis 1.87 milljarða af skuldabréfum til 18 mánaða með 2.49% vöxtum.  Athygli vekur að eftirspurnin í útboðinu minnkaði verulega frá því sem síðast var, en samt lækkuðu vextirnir. 

Fjárfestingar- og eignarhaldsfélög hafa fengið 83 prósent skulda sinna niðurfelld frá því lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins tóku gildi til og með 30. september 2011. Frá þessu er greint á vef Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.

Samtals nemur eftirgjöf skulda til þeirra rúmum 170 milljörðum króna.

Rúmlega 60 prósent skulda verslunar- og þjónustufyrirtækja og sjávarútvegsfyrirtækja hafa verið afskrifuð, 94 milljarðar hjá verslunar og þjónustufyrirtækjum og tæpir þrettán milljarðar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum.

Þá hafa verið afskrifuð tæplega 60 prósent skulda verktaka og byggingafyrirtækja, tæplega helmingur skulda fasteignafélaga og um 47 prósent skulda fyrirtækja í öðrum greinum.

Það er eftirlitsnefnd um framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar sem tekur saman og birtir greinargerð með tölfræðilegum upplýsingum um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja þar sem eftirgjöf skulda nemur hærri fjárhæð en einum milljarði króna.

Upplýsingarnar um skuldaniðurfellingu er fengnar úr frétt RUV sem finna má hér.  Ekki er minnst á hlutfall eða upphæðir afskrifta til heimila í fréttinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband