Fyrir 6 mánuðum kynnir Jóhanna fyrir Merkel það sem Steingrímur segir í dag að sé ekki til

Síðasta setningin í þessari frétt hlýtur að vekja verulega athygli á Íslandi og hugsanlega víðar.  Hún afhjúpar hvernig staðið hefur verið að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og hvernig undirbúningur, eða skortur þar á, hefur verið.

Þá sagðist Steingrímur einstökum samningsköflum í viðræðunum yrði ekki lokað nema um væri að ræða ásættanlegan frágang á þeim. Hann lagði áherslu á að ekki væri búið að móta samningsafstöðu Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Það eru u.þ.b. 2. og hálft ár síðan núverandi ríkisstjórn sótti um aðild að "Sambandinu".  Þá segir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Íslendinga að ekki sé búið að móta samningsafstöðu Íslendinga í málaflokkunum.

Fyrir u.þ.b. 6 mánuðum síðan birtust fréttir af því að Jóhanna Sigurðardóttir hafi fundað með Angelu Merkel og kynnt henni samningsmarkmið Íslendinga.

Í frétt RUV frá þeim tíma segir m.a.

Eitt helsta markmiða fundarins var að kynna samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Jóhanna segist hafa farið sérstaklega yfir sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin á fundi með kanslaranum, til að sýna henni fram á sérstöðu Íslendinga. Þetta telur Jóhanna mikilvægt vegna sterkrar stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins.

Fyrir 6 mánuðum kynnir Jóhanna fyrir Angelu Merkel það sem Steingrímur segir í dag að sé ekki til. 

Það er eitthvað á seyði sem ekki gengur upp.  En það kemur alltaf betur og betur að núverandi ríkisstjórn lagði upp með aðeins eitt samningsmarkmið, að ganga í "Sambandið".

Því miður er ég hræddur um að samningsmarkmiðunum hafi ekkert fjölgað.


mbl.is Köflum ekki lokað nema með ásættanlegri niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eigum við íslenskir þegnar ekki rétt á að fá upp á borðið þessar viðræður og þau samningsmarkmið sem frúin kynnti Merkel?  Ætlar enginn að fara fram á að þetta verði gert opinbert, eða er það svo pínlegt að fólk skammist sín fyrir að upplýsa um hvað þar fór fram?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 22:34

2 Smámynd: Björn Emilsson

Tek undir með síðasta ræðumanni Ásthildi. Er ekki tími til kominn að sannleikurinn komi í ljós um þau landráð sem Jóhanna og hennar hyski er að fremja!!

Björn Emilsson, 18.1.2012 kl. 04:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Björn það er svo löngu komin tími á það svei mér þá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband