17.1.2012 | 12:59
Að gera rétt.
Það er fagnaðarefni að Ögmundur Jónasson skuli ætla að styðja niðurfellingu á ákærum á hendur Geir H. Haarde. Ég hef ekki lesið grein Ögmundar, enda hef ég ekki aðgang að Morgunblaðinu, en sú klausa sem birtist í fréttinni sem þessi færsla er hengd við, er vel orðuð og segir það sem segja þarf.
Í mínum huga tók málið þarna eðlisbreytingu. Málaferli sem áttu að beinast að ábyrgð stjórnmálanna á mistökum í aðdraganda hrunsins urðu með þessari atkvæðagreiðslu að málsókn gegn einum einstaklingi. Mistökin, sem ég kalla svo, voru þau að stöðva ekki atkvæðagreiðsluna, þegar sýnt var að hún var að taka á sig afskræmda flokkspólitíska mynd og gefa þingmönnum ráðrúm til að íhuga málið nánar.
Þetta rýmar vel við það sem ég hef heyrt frá mínum vinum og kunningjum. Þegar Alþingi samþykkti eingöngu að ákæra Geir, breyttist málið, úr uppgjöri í hefnd. Hefði verið samþykkt að allir fjórir ráðherrarnir færu fyrir dóm horfði málið öðruvísi við. Sumir hafa sagt að aldrei hefði það átt að geta orðið færri en 2.
Hvernig er hægt að ákæra fyrir pólítíska ábyrgð á því bankahruni sem sem varð á Íslandi og bankamálaráðherrann þarf ekki að mæta fyrir réttinn? Þáverandi viðskiptaráðherra (og þar með bankamála) Björgvin G. Sigurðsson var ekki ákærður. Þar réðu flokkssystkini hans í Samfylkingunni úrslitum. Hann situr enda enn þá á Alþingi í skjóli Samfylkingarinnar. Eftir síðustu kosningar gerði Samfylkingin hann að þingflokksformanni sínum, en sá síðar að sér í þeim efnum. Hann var sá ráðherra sem fjármálaeftirlitið heyrði undir, og þar skipaði Björgvin sem stjórnarformann helsta efnahagsmálaspeking Samfylkingarinnar, Jón Sigurðsson.
Þegar litið er yfir málið er ekki hægt annað en að vera sammála Ögmundi. Þetta mál tók á sig afskræmda flokkspólítíska mynd. Ég held að þegar það gerðist hafi málið sömuleiðis misst stuðning almennings, það er alla vegna sú rödd almennings sem ég heyri.
Það færi því vel á að Alþingi ákvæði að draga ákærur sínar til baka.
P.S. Eitthvað eru sumir að gera úr því klæðin að þetta gæti fellt ríkisstjórnina. Ekkert er útilokað og hún yrði fáum harmdauði held ég. En ríkisstjórn sem hefur tapað tvisvar í atkvæðagreiðslu gegn þjóðinni, þarf ekki að hrökkva upp af þó að hún tapi einni atkvæðagreiðslu á Alþingi. Ekki nema að ákveðið sé að nota þetta mál í þeim tilgangi. Það yrði þá í annað skiptir sem máið væri notað á afskræmdan pólítískan hátt. En á kærleiksheimili núverandi ríkisstjórnar kemur fátt á óvart nú orðið.
Rangt að ákæra Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.