Nýr Eurosamningur í besta falli óþarfur, í versta falli hættulegur?

Umræður um hinn nýja samning Euroríkjanna um aðhald í fjármálum heldur áfram að valda deilum víða.  Finnar, sem standa nokkuð vel, eru ekki sammála innbyrðis um hvernig sé best fyrir þá að halda á málum.

Nú hefur utanríkisráðherra Finna, Erkki Tuomioja sagt á bloggi sínu að best sé fyrir Finnland að standa utan við hinn nýja samning.

Tuomioja segir að hinn nýi samningur sé í besta falli óþarfur, en í versta falli hættulegur.  Hann segir Finna hafa ástæður til að vera á móti samningnum, og í það minnsta til að standa utan við hann.  Það verður þó að teljast ólíklegt að Finnar standi utan við hinn nýja samning, það eru ekki miklar líkur til að þeir kæmust upp með það.  En það er hins vegar ljóst að það er enginn einhugur um hvert skal stefna eða til hvaða ráðstafana eigi að grípa.

Það eru æ fleiri óánægðir farþegar í "eurohraðlestinni" og sumir virðast vera þar allt að því gegn vilja sínum.  Það hriktir enda í þeim brým sem lestinni er ætlað að fara yfir og sumar þeirra eru enn í byggingu eða á teikniborðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Kannski er eurohraðlestin á leið í Auswitch þar sem útrýma á ólíkum þjóðernum í Evrópu svo að hinir nýju þegnar Evrópu fái nýja vitund.

Eggert Sigurbergsson, 16.1.2012 kl. 18:50

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er rökrétt hjá finnanum. Það hefur alltaf verið hættulegt að þvinga einstaklinga og þjóðir til einhvers, sem ekki er vilji fyrir, og óréttlátt í þokkabót. Það er ekki friðsamleg aðferð, og árangurinn verður eftir því slæmur. Ekki er hægt að byggja upp friðarbandalag með þessum hætti, og það ætti vel menntuðu og skynsömu fólki að vera kunnugt um.

Hvers konar forysta ætli sé eiginlega í þessu friðarbandalagi, ef þar er ekki skilningur fyrir jafn augljósum atriðum?

Við íslandsbúar höfum víst nóg með að leiðrétta okkar klúður, þótt við förum ekki að glíma við svona rugl-ESB-félagsskap. Af nægu er að taka í heimavinnu-leiðréttingu eftirlitskerfisins gagnslausa og hættulega. Það gerir þetta enginn fyrir okkur, og alls ekki ESB sem ræður ekki einu sinni við sína heimavinnu í Brussel-skúffunum.

Vonandi gengur almenningi vel að verja sitt lýðræði í Evrópu, fyrir þessum heimshákörlum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.1.2012 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband