16.1.2012 | 14:42
Hausinn af - Evrópskir stjórnmálamenn vilja halda áfram að tala um kosti eurosins, en forðast enn að fjalla um gallana
Viðbrögð ýmissa frammámanna innan Eurosvæðisins við lækkun S&P á lánshæfismati 9. ríkja innan svæðisins hafa verið fyrirsjáanleg en órökrétt.
Þeir ráðast á sendiboðann og eru sumir hverjir eins og gamlir einvaldar sem hrópa: Hausinn af.
Vissulega eru matsfyrirtæki engar heilagar kýr og hafa í gegnum tíðina gert mistök, en S&P færir góð rök fyrir ákvörðun sinni.
Hér eru hlekkir á þrjár greinar sem þeir birtu fyrir helgina og skýra m.a. ákvörðun þeirra
Factors Behind Our Rating Actions On Eurozone Sovereign Governments
Standard & Poor's Takes Various Rating Actions On 16 Eurozone Sovereign Governments
France's Unsolicited Long-Term Ratings Lowered To 'AA+'; Outlook Negative
Það sjá enda flestir, nema þeir sem ekki kæra sig um að sjá, að aðgerðir stjórnvalda á Eurosvæðinu eru ekki að virka eins og til er ætlast. Ástandið í Grikklandi er ekki á uppleið, það er ekki einu sinni "stabílt". Atvinnuleysi á Spáni eykst mánuð frá mánuði, og fyrir helgina kallaði nýr forstætisráðherra landsins það stjarnfræðilegt. Talað er um að Írland eigi erfitt að standa undir skuldabyrði sinni eins og staðan er í dag. Ítalía vegur salt á brúninni. Það að tengjast öðrum ríkjun nánum böndum virkar í báðar áttir.
Það er ekki nóg að skera niður útgjöld hér og þar og horfa svo glaðbeittur til framtíðar. Vandi Eurosvæðisins er miklu stærri en það. Eins og S&P segir (og margir hafa sagt á undan þeim) hefur ekkert verið gert til að ráðast á grunnvanda eins og vaxandi bil á milli samkeppnishæfni "Suður" og "Norður" ríkja Eurosvæðisins.
Það þarf heldur ekki annað en að hafa fylgst með hvernig "Sambandið" hefur hrakist frá neyðarfundi til neyðarfundar, til að gera sér grein fyrir því að það á langt í land með að ná tökum á vandamálunum.
Það er talað um alls kyns lausnir, "tveggja hraða Samband", sáttmálabreytingar, frekari aðhaldsaðgerðir og jafn vel um að neyða aðildarríkin til að fara eftir þeim reglum sem þegar eru í gildi (um halla á ríkisjóði, skuldahlutfall o.s.frv.), en ekkert er ákveðið.
Það heyrist æ meir talað um hættu á því að Eurosvæðið brotni upp, eða það kvarnist úr því. Það heyrist líka æ meira talað um skort á pólítískri forystu í Evrópusambandinu, sem og að uppbygging "Sambandsins" og Eurosvæðisins sé gjörsamlega ónothæf í ástandi eins og nú ríkir. Orðin "pólítískir dvergar" njóta vaxandi vinsælda.
Hvað Eurosvæðið varðar er það ekki ný tíðindi. Fjölmargir bentu á það þegar euroinu var komið á fót og margir hafa haft orð á því síðar. En eins og einn Íslenski "Sambandssinninn" komst svo skemmtilega að orði, þá seldu stjórnmálamenn Evrópusambandsins sjálfum sér og fylgismönnum sínum kosti eurosins en gleymdu að fjalla um og huga að göllunum.
S&P bendir á gallana. "Sambandsmenn" bregðast reiðir við og segja: Hausinn af.
Evran ekki á útleið segir Barnier | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.