15.1.2012 | 15:03
Leiðtogafundur Euroríkjanna: Kvöldverður fyrir einn
Það er ekki bara á Íslandi sem gert er grín að stjórnmálamönnum í árslok. Hér að neðan er "skets" sem Þýska sjónvarpsstöðin ARD (fyrir þá sem þola ekki skammstafanir um heiti sjónvarpsstöðva þá heitir stöðin fullu nafni: Arbeitsgemeinschaft der öffentlich-rechtlichen Rundfunkanstalten der Bundesrepublik Deutschland ) birti um síðustu jól. "Sketsinn" er byggður á stuttmynd frá 1963, sem heitir "Dinner for One". Upphaflega Breskt atriði, en það hefur notið gríðarlegra vinsælda í Þýskalandi og hefur fengið þar "költ" status. Þar er atriðið sýnt um hver áramót og hafa vinsældir breiðst út til margra Evrópulanda.
Í grínatriðinu er atriðinu snúið upp á Angelu Merkel og Nicholas Sarkozy, og "leiðtogafundi" Eurosvæðisins og Berlusconi (Tiger) er enn þá að þvælast fyrir þeim. Á YouTube fann ég atriðið með enskum texta.
Á Íslensku má ef til vill segja að "sketsinn" sé um "sæti við borðið".
Fyrir þá sem vilja sjá "orginalinn" læt ég hann fylgja hér með
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha alltaf jafn frábært þ.e. frumgerðin hin var góð líka takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2012 kl. 22:56
Aron í Kauphöllinni var einhvern tíman spurður hvort hann vildi ekki taka að sér fjármálaráðuneytið...
Sagan segir að Aron hafi svarað:
"Allt í lagi ef það verða þrír ráðherrar - einn veikur og einn fjarverandi"....
Kristinn Pétursson, 15.1.2012 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.