Vaðlaheiðarveggangaviðvörunarbjölluhljómur

Þeir eru margir sem vilja að Vaðlaheiðargöng verði boruð eða sprengd.  Það er líka líklegt að sú verði raunin fyrr eða síðar, því held ég að flestir séu sammála.

En það mælir ansi margt með því að það verði síðar.

Það er vissulega erfitt fyrir leikmann að taka afstöðu til máls sem þessa þegar fram koma margar mismunandi skýrslur, með mörgum mismunandi niðurstöðum og stjórmálamenn tala í allar áttir, en þó aðallega út og suður.

En af því sem ég hef heyrt sýnist mér að líkurnar á því að göngin standi undir afborgunum séu í besta falli hæpnar.

Það sem virkar fyrst og fremst sem aðvörunarbjöllur er sú staðreynd að einkaaðilar virðast hafa afar takmarkaðan áhuga á því að fjármagna gerð gangnanna.  Samt eiga göngin að vera "einkaframkvæmd", sem á að réttlæta að taka þau út úr samgönguáætlun og þar með framyfir aðrar framkvæmdir sem eru taldar brýnari.

Það að ríkið taki lán til að lána einkahlutafélagi sem er að meirihluta í eigu ríkisfyrirtækis, er að mínu mati ekki "einkaframkvæmd".  Orðið sem mér finnst nær að nota er skollaleikur.  Það er síðan ríkisins að taka lán til framkvæmdanna og verður því fjárhagsáhættan þess.

Er ekki rétt að fara eftir samgönguáætlun, eða krefjast þess ella að um raunverulega einkaframkvæmd sé að ræða?

P.S.  Annað orð yfir "einkaframkvæmdir" sem þessa, gæti auðvitað orðið "Möllersæfingar".


mbl.is Var ekki kunnugt um skýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll nafni

Ég er þér hjartanlega sammála, réttnefni yfir svona framferði er SKOLLALEIKUR og ekkert annað.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.1.2012 kl. 16:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig væri einmitt að klára að borga fyrir það sem við erum þegar búin að byggja, áður en ráðist er í fleiri framkvæmdir sem ekki eru til peningar fyrir?

Veggöng nýtast engum nema akandi vegfarendum, sem gerir þessar fyrirætlanir mjög þversagnakenndar á sama tíma og útsendarar bankanna fá að fara óáreittir um í skjóli nætur og hirða af fólki bílana með samþykki og jafnvel samvinnu þessara sömu stjórnvalda. Auk þess veit ég ekki hvar er hugmyndin að fá vinnuvélar til þessara framkvæmda því með með sama hætti er líka verið að gera þær upptækar og selja til útlanda.

Væri ekki skynsamlegri forgangsröðun að reisa fyrst hina margumtöluðu skjaldborg áður en byrjað er að grafa gegnum fjöll út í óbyggðum?

Þetta er alveg ofboðslega öfugsnúið allt saman. Og heimskulegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.1.2012 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband