14.5.2006 | 14:56
Apagado Barcelona
Yfirburðasigur Alonso í Barcelona var með eindæmum sanngjarn. Hann einfaldlega ók best á besta bílnum, þannig leit það alla vegna út. Sigri hans var aldrei ógnað. Schumacher sigldi örugglega í annað sætið, og lítið annað gerðist í þessum kappakstri. Raikkonen sýndi þá fantatilþrif í ræsingunni og fór upp um 4. sæti, vel að verki staðið hjá honum en hlýtur samt að vera erfitt fyrir hann að hafa ekki betri bíl til umráða. Það verður fróðlegt að sjá hjá hvaða liði hann verður að ári.
En þessi kappakstur var tilþrifalítill, líklega verður það að miklu leyti að skrifast á brautina, hún bíður ekki upp á mikinn framúrakstur, en svo eru bílarnir það jafnir, að það verður alltaf erfitt.
En það beinir líka huganum að því hvort að Formúlan hafi ekki verið að fara í rangar áttir með sífelldum reglubreytingum, líklega sýnist sitt hverjum þar. En þær breytingar sem gerðar voru í stigakeppninni og svo einnig hvað varðar vélarnar, hefur að sumu leyti breytt Formúlunni í hálfgerðan þolakstur.
Það er mikilvægara að koma í mark í þokkalegu sæti heldur en að vinna. Ef möguleiki að fara fram úr næsta manni er ekki stór, er líklega betra að spara vélina, það er að segja ef þú ert á fyrsta móti með hana, heldur en að reyna að fara fram úr. Að detta úr leik er svo stór "bömmer" og tekur svo langan tíma að vinna stigaleysið upp, að það er hætt við að það sé meðalmennskan sem gildi í æ fleiri tilfellum.
Ég er í það minnsta þeirrar skoðunar að þetta hafi ekki verið til blessunar.
En það breytir því ekki að Alonso átti þennan kappakstur frá upphafi til enda, og er rétti maðurinn til að færa spænskum áhengendum sínum fyrsta sigur spánverja í spænska kappakstrinum. Þannig hefur hann lyft Formúlunni í hæstu hæðir á Spáni.
Viva Alonso
Alonso fagnað sem þjóðhetju eftir öruggan konungssigur í Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 17.5.2006 kl. 15:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.