Það er óneitanlega merkilegt að lesa það í einum af "stærri" fjölmiðlum landsins að Árni Páll Árnason frafarandi viðskipta og efnahagsmálaráðherra hafi unnið að því hörðum höndum að afla Íslendingumu undanþágu frá Maastricht samkomulaginu, þannig að þeir gætu tekið upp euro jafnhliða, eða svo gott sem, inngöngu landsins í "Sambandið". Eftir því sem mér skylst er fréttin ættuð frá Stöð2 og mun hafa verið lesin þar upp í fréttum.
Með í kaupunum fylgir svo að alls sé óvíst að Steingrímur J. muni halda áfram þessum undirbúningi. Það verður þá líklega Steingrími að kenna ef ekki kemur euro til Íslendinga eða hvað? Nema svo er þetta smáatriði hvort að Íslendingar samþykki aðild að Evrópusambandinu, en reyndar verður það endanlega ákveðið á Alþingi, en ekki af þjóðinni.
En trúir því einhver að euroríkin séu tilbúin til að gefa Íslandi undanþágu frá Maastricht skilmálunum? Trúir því einhver sem fylgist með fréttum að euroríkin vilji senda þau skilaboð út, þegar ástandið innan svæðisins er eins og það er, að það sé ekkert mál að fá undandþágur frá skilyrðunum? Vissulega er efnahagur Íslendinga smár vexti, í samanburði við eurosvæðið, en trúir því einhver að euroríkjunum sé áfram um að bæta við smáríki út í ballarhafi, með vægast sagt skrikkjótan feril í efnahagsstjórnun, og gefa því í þokkabót undanþágu frá reglunum?
Nú er talað um á flestum vígstöðvum að herða euroskilmálana og auka refsingarnar við brotum á þeim (og jafnframt um að nauðsynlegt sé að beita þeim). Hvers kyns skilaboð væri það frá eurolöndunum ef byrjað væri að gefa undanþágur frá reglunum, svona í þann mund sem blekið á heitstrengingunum væri nýþornað?
En þeir eru margir Íslendingarnir sem vilja ekkert fremur en trúa á töfralausnir og fyrrverandi efnahags og viðskiptaráðherra hefur verið ötull talsmaður slíkra lausna.
Persónulega finnst mér stjórnmálamenn setja niður þegar þeir "leka" slíkum spuna. En fjölmiðlamenn sem stand alvöruþrungnir og bera slíkan spuna á borð fyrir almenning missa trúverðugleika. Þeir þurfa að læra að skilja á milli frétta og fagurgala spunameistara.
En skyldi einhver trúa því að um sé að ræða tilviljun, þegar slíkar fréttir opinberast á nokkurn veginn síðasta starfsdegi ráðherra?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:04 | Facebook
Athugasemdir
Nei eiginlega Nei!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 02:51
ÁPÁ eða SJS, skiptir ekki máli. Ég veit ekki betur en að lausn gjalderyishaftanna sé að miklum hluta í höndunum á samninganefndinni. Hvort það verði farin leið ERMII eða evru hlýtur að vera hluti af aðildarferlinu enda verður enginn samningur nema gjaldeyrishöftin verði leyst.
Lúðvík Júlíusson, 2.1.2012 kl. 14:39
Fréttin fjallar um upptöku euros, um leið og Ísland gengi í "Sambandið", eða svo gott sem.
Ég er hins vegar sammála því að það skiptir engu máli hvort að Árni Páll eða Steingrímur eru efnahagsráðherra, slík undanþága yrði aldrei gefin.
Það væri óðs "Sambands" æði að senda út slík skilaboð til umheimsins að það sé ekkert mál að fá undanþágur frá Maastricht skilyrðunum.
Ég myndi reikna með að samninganefnd Íslands reyni að semja um að Ísland myndi fá aðild að ERMII fljótlega eftir aðild. Hversu mikinn stuðning ECB væri reiðubúinn að lofa við slíkt er annað mál, enda hefur hann í nógu að snúast. Ekki líklegt að þar á bæ vilji menn fjölga "þurfalingunum" heldur líklegra að kröfur allar verði stífari og ætlast til þess að þjóðir vinni sér inn myntina á eigin verðleikum.
En allt eru þetta frekar innantómar "spekúlasjónir", enda yfirgnæfandi líkur á því að Íslendingar hafni aðild að "Sambandinu".
G. Tómas Gunnarsson, 2.1.2012 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.