Fréttir um aðildarviðræður um sæstreng.

Nú hafa aðlögunarviðræður Íslendinga að Evrópusambandinu staðið í u.þ.b. tvö og hálft ár (sem er reyndar all nokkuð lengri tími en aðildarsinnar töldu flestir að þær þyrftu að taka í heild sinni.).

Og hvað skyldi nú hafa áunnist á þessum árum?

Ef marka má grein sem leiðtogar Íslensku samninganefndarinnar skrifa í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Staðan í ESB viðræðunum er það helsta sem fram hefur komið að "Sambandið" gæti hugsanlega styrkt Íslendinga í þeirri viðleitni að selja raforku til lands "Sambandsins" um sæstreng. eða eins og segir í greininni:

Fram hefur komið í viðræðunum að Evrópusambandið lítur svo á að lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu gæti fengist skilgreint sem forgangsverkefni í orkuflutningsáætlun sambandsins og þannig gæti Ísland notið stuðnings við slík áform.

Það er reyndar merkilegt að fylgjast með "Sambands" umræðunni, því þessi málsgrein sem segir að sæstrengur gæti fengist skilgreindur sem forgangsverkefni, verður Eyjunni, sem er eð vísu þekkt fyrir annað en hlutlægni hvað varðar fréttaflutning af "Sambandinu, tilefni til fyrirsagnarinnar:

Ekki er að efa að málfarsfrömuðir og fjölmiðlagagnrýnendur munu taka slíkan fréttaflutning föstum tökum.  Rétt er þó að taka fram að í fréttinni er farið með rétt mál þó að fyrirsögnin sé óneitanlega röng.  Henni líklega ætlað að ná til þeirra sem aðeins lesa fyrirsagnir.

En síðan má auðvitað velta því fyrir sér hversu mikla þýðingu hugsanlegur styrkur við sætreng hefur.  Ég verð að viðurkenna að ég er ekki þess megnugur að rökræða um hvort að sæstrengur er tæknilega séð raunhæfur kostur í dag, eða verði það á næstu árum eða áratugum.

En ég vil benda á gott blogg Bjarna Jónssonar sem ég rakst á hér á blog.is, nokkru fyrir jól.

En svo er það pólítíska ákvörðunin, hvort að Íslendingar kjósi frekar að Íslenska orkan lýsi upp hús og knýji framleiðslu og iðnað erlendis, eða hvort þeir kysu frekar að hún nýtist til að byggja upp framleiðslu innanlands og efli þannig atvinnu og skjóti fleiri stoðum undir Íslenskt atvinnulíf.

Þær orkulindir sem Íslendingar vilja virkja eru ekki stórar í alþjóðlegum samanburði, eða á markaði sem telja hundruði milljóna.  En þær eru gríðarmiklar fyrir litla þjóð.

Slík umræða er að miklu leyti sama eðlis og umræða um hvort að Íslendingar vilji fyrst og fremst flytja út fisk, eða vinna hann frekar og flytja frekar út fiskrétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband