13.12.2011 | 20:35
Hvers vegna ráđa fjármálamarkađirnir ferđinni?
Ţađ hafa margir velt ţví fyrir sér hvers vegna hiđ opinbera ţurfi allta ađ vera ađ púkka upp á ţessa fjármálamarkađi. Hvers vegna er endalaust veriđ ađ taka fé af almenningi til ţess ađ trođa niđur í einhverja bankahít?
Eru banksterarnir búnir ađ kaupa alla stjórnmálamennina?
Ćtli ástćđan sé ekki frekar ađ stjórnmálamennirnir eru búnir ađ veđsetja bankamönnum ćđi mörg af stćrstu ríkjum heims. Ef fjármálamarkađarnir kaupa ekki ríkisskuldabréf fara flest stćrstu ríki heim á höfuđiđ á skömmum tíma.
Eđa öllu heldur ađ seđlabankarnir yrđu ađ prenta peninga til ađ borga allar skuldirnar. Ţađ myndi ţó líklega hafa svipađar afleiđingar í för međ sér.
Ţegar viđ lesum ađ ađ ríki skuldi u.ţ.b. 80% af ţjóđarframleiđslu sinni ţýđir ţađ yfirleitt ađ ţađ skuldi allar tekjur sínar í ríflega tvö ár. Allar.
Ţessi ríki verđa ţví ađ selja skuldabréf til ţess ađ borga skuldabréf, annars er vođinn vís.
Ţađ voru stjórnmálamenn međ fulltingi kjósenda sem komu ríkjunum í ţessi skuldavandrćđi. Stjórnmálamenn lofuđu og kjósendur trúđu ađ ţađ vćri hćgt ađ lifa um efni fram ár eftir ár.
Skuldavanda Bandaríkjanna hafa líklega flestir heyrt tala um og "krísuna" sem varđ ţegar ţarlendir gátu ekki komiđ sé saman heimild til ađ auka skuldirnar. Enginn talar af krafti fyrir ţví ađ ţađ verđi og borga hann niđur.
Frakkland hefur ekki skilađ fjárlögum réttu megin viđ strikiđ í bráđum 40 ár. Ţađ er alltaf halli. Ţađ er ekki lengur veriđ ađ senda reikningin til barnanna, heldur er komiđ ađ barnabörnunum.
Svona mćtti telja áfram. Af 27 ríkum sem eru á eurosvćđinu er 1. sem er međ skuldahlutfalliđ undir 10%. Ţađ er fátćkasta ríkiđ Eistland. 14. ţeirra eru yfir ţví 60% skuldahlutfalli sem er skilyrđi fyrir ţví ađ fá ađ taka upp euroiđ.
Ć fleiri ríki ofurselja sig valdi fjármálamarkađanna, án ţeirra hrynja fjármál ţeirra til grunna.
En ţađ er líka einfalt reiknisdćmi ađ ef ríki tekur segjum 40 ţjóđarframleiđslunnar í skatta, en skuldar tvöfallt meira og borgar 3.25% í vexti ađ međaltali, fara 7% skatttekjanna til skuldabréfaeigendanna. En ef sama ríki skuldar 120%, eins og Ítalíu gerir og ţarf ađ borga um 7% vexti, ţá fara u.b.b. 21% skatttekjanna til skuldabréfaeigendanna.
Sem betur fer eru ţó ekki allar skuldirnar međ svo hárri vaxtaprósentu, en háir gjalddagar eru á nćsta ári hjá Ítalíu
Svo má víđast um lönd bćta viđ í skuldasúpuna sveitarfélögum og ýmis konar opinberum og hálfopinberum fyrirtćkkjum og stofnunum.
Ef ríki ćtla ađ standa upp í hárinu á fjármálamörkuđum verđa ţau ađ greiđa niđur skuldir sínar.
P.S. Hér er sjónarhorniđ ákaflega einfalt. Ţađ er ekkert litiđ til ţess hve mörgum fjármálamarkađarnir veita atvinnu, eđa hve miklar tekjur opinberir ađilar hafa af ţeim. Né heldur hvernig ţrćđir ţeirra ná til flestra fyrirtćkja í gegnum lánveitingar og ţjónustu. En ţađ er ljóst ađ ţví skuldsettari sem ţjóđfélög eru, ţví meira er vald fjármálafyrirtćkjanna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viđskipti og fjármál | Breytt 14.12.2011 kl. 00:32 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.