12.12.2011 | 04:53
Að hafa rétt fyrir sér er engin afsökun?
Það er merkilegt að fylgjast með viðbrögðum við nei-i Breta hér og þar í Evrópu. Viðbrögðin ná yfir allan skalann, menn eru undrandi, reiðir, sárir, glaðir, telja þetta glapræði, fagnaðarefni og svo framvegis.
Ég hló upphátt þegar ég las eftirfarandi klausu á vef Þýska blaðsins Der Spiegel:
Great Britain is an EU member that never truly wanted to be part of the club. It was more of an observer than a contributor and it always had one eye on Washington. Indeed, it is telling that the country never joined the border-free travel regime known as Schengen -- Britain still checks everybody who enters the country from the other side of the Channel. The political establishment was likewise extremely skeptical of the common currency from the very beginning.
It is true that much of the criticism was spot on, which is why the euro zone is now in crisis and in need of repair. But it wasn't really the design shortcomings which led the British to stay out of the euro zone. Rather, it was their independence -- one could say currency nationalism -- which led to the country remaining on the outside.
Það að Breska stjórnmálastéttin hafi verið skeptísk á euroið frá upphafi er ábyggilega rétt mat hjá greinarhöfundi. Það að gagnrýni Breta hafi að mestu leyti verið rétt (og vegna þeirra galla sem Bretar bentu á, sé eurosvæðið nú í miklum vandræðum), stöðvar hann hins vegar ekki í því að telja að ákvörðun þeirra hafi verið röng. Tekin á röngum forsendum, þeir látið sjálfstæði sitt leiða sig í gönur og stjórnist af einhverri "gjaldmiðils þjóðernisstefnu", sem valdi því að þeir hafi ákveðið að standa utan eurosvæðisins.
Væri ekki nær að velta því fyrir sér hvers vegna hinar þjóðirnar hlustuðu ekki á varnaðarorð Breta þegar þeir vöruðu við euroina? Ef til vill væru euroþjóðirnar ekki í þeirri krísu sem nú skekur þær, ef það hefði verið gert.
En það að hafa haft rétt fyrir sér er auðvitað engin afsökun fyrir því að standa utan eurosvæðisins.
Í upphafi skyldi endinn skoða segir Íslenskt máltæki. Það hefði verið betra ef sú hugsun hefði ráðið ferðinnii þegar euroinu var komið á fót.
Það væri líka betra ef Íslendingar hefðu það í huga þegar þeir velta fyrir sér aðildarumsókn sinni að Evrópusambandinu. Þá komast líklega flestir þeirra á þá skoðun að það sé best að setja umsóknina á ís, eða draga hana til baka.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.