11.12.2011 | 05:52
En hvað um Íslenska fræðimenn?
Það er kunnara en frá þurfi að segja að það hefur gengið á ýmsu hjá "Sambandinu" og euroinu undanfarin misseri. Flestir eru sammála um að euroið sé í verulegum vandræðum sem ekki sjái endann fyrir.
Einhversstaðar sá ég umfjöllun á þeim nótunum að svartsýnismenn byggju sig undir hrun eurosins en bjartsýnismenn neituðu að horfast í augu við raunveruleikann. En ég held að það sé að mála ástandið í of sterkum litum. En það þýðir ekki að ástandið sé gott.
Ég hygg að flestir séu sammála um að gallar eurosins hafi komið betur í ljós með hverjum mánuðinum sem hefur liðið. Líklega eru þeir flestir sjáanlegir nú um stundir og líklega sömuleiðis flestum sjáanlegir, en þar verður þó að undirstrika orðið flestum, því um það ríkir ekki eining frekar en í "Sambandinu" sjálfu.
En þegar "faðir eurosins", Jacques Delors segir að gallar eurosins hafi verið ljósir frá upphafi og að stjórnmálamenn hafi neitað að horfast í augu við þá, hvað þá að gera nokkuð í þeim, hygg ég að margir hafi lagt við hlustir.
Að mörgu leyti má segj að umræðan um galla eurosins hafi flust frá fræðimönnum og "sérvitringum" (þar sem hún hefur verið til staðar frá því að fyrst var byrjað að tala um euroið) og yfir til almennings, eða "mainstream" umræðu
En hvað um Íslenska umræðu? Hafa Íslenskir fræðimenn fjallað um galla euroisins og bent Íslenskri stjórnmálastétt og almenningi á gallana og þær hættur sem euroið ber með sér? Nú standa Íslenskir skattgreiðendur straum af rekstri margra háskóla og ýmissa fræðasetra þannig að einhver gæti leyft sér að ætla að þróttmikið starf og rannsóknarvinna gæfi Íslendingum tækifæri til að kynna sér bæði kosti og galla jafn mikilvægs málefnis og eurosins. Hafa þeir gallar sem Jacques Dolors sér á eruoinu almennt verið til umræðu á Íslandi?
Hafa Háskóli Ísland eða Evrópufræðasetur (sem ætti auðvitað að heita Evrópusambandsfræðasetur, nafngiftin segir ef vil vill eitthvað um hlutleysið) uppfrætt Íslendinga um þá galla og þær hættur sem euroið hefur innbyggt?
Eða eru Íslenskar fræðastofnanir sekar um sömu vanrækslur og ritstjóri Fréttablaðsins eignaði stjórnmálamönnum Evrópusambandsins, þegar hann sagði þá hafa farið offari við að selja kosti eurosins og hafa gleymst að minnast á gallana?
Er ef til vill lítill eða engin munur á helstu fræðimönnum Íslendinga í "Evrópusambandsfræðum" og stjórnmálamönnum? Er "fræðimennskan" byggð á stjórnmálaskoðunum?
Eru Íslenskir "fræðimenn" yfirleitt ekki pólítískt séð hlutlausir?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:53 | Facebook
Athugasemdir
Málið var að ef reynt hefði verið að selja Euroið í upphafi með þei skorðum og miðlægri stjórn sem nauðsynleg var til að verkefnið meikaði sens og gengi upp, þá hefði enginn tekið myntina upp. Þetta er bara eitt dæmið um undirferli ESB á öllum sviðum, þar sem menn eru lokkaðir með loðnu beurokatísku orðalagi inn í eitthvað sem síðan er of seint að bakka út úr þegar í er komið. Dýpri samruni er nú seldur sem neyðarúrræði af því að öðruvísi hefði hann verið óseljanlegur.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2011 kl. 11:35
Sammála með undirferlið og dulargerfi Esb sinna og báknsins sjálfs. En þetta mun aldrei ganga upp. Ríkari þjóðirnar munu aldrei framselja fullveldi sitt til Brussel. Ég veit að Austurríkismenn munu aldrei samþykkja þetta, og nú heyrist mér vera uppi andstaða í öðrum löndum, Írlandi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Ég er viss um að þeir sem fóru og játuðust undir þennan Svavarssamning verða gerðir afturreka með hann heima fyrir. Annað er bara ekki í lagi. Að ríkisstjórnir og þjóðir sjálfstæðra ríkja muni undirgangast að Brusselspillingarvaldið hafi yfirstjórn yfir ríkisútgjöldum þeirra. Það einfaldlega gengur ekki upp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2011 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.