Tæp 14% segjast ætla að kjósa ríkisstjórnarflokkana

Ég reiknaði það lauslega út að u.þ.b.  22% hafi sagst ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, tæp. 8% Framsóknarflokk, tæp 8% Samfylkinguna og tæp 6% Vinstri græna.  Aðrir flokkar næðu ekki á þing samkvæmt þessari könnun.

Það sem vekur mesta athygli er hve fáir svara eða taka afstöðu, en að því slepptu vekur hroðaleg útkoma ríkisstjórnarflokkana mesta athygli.  Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meira fylgis í þessari könnun en hinir þrír flokkarnir til samans.  Það vekur líka athygli að Framóknarflokkurinn hefur ámóta fylgi og Samfylkingin.

En auðvitað verður að fara varlega í að draga stórar ályktanir af könnun sem þessari.  Þegar upp er staðið er mjög líklegt að óákveðnir fari frekar til vinstri flokkanna, enda hefð fyrir því að lausung sé meiri á fylgi á þeim væng stjórnmálanna.  Aðrar kannanir hafa líka sýnt að nýjir flokkar (s.s. framboð Guðmdundar Steingrímssonar) eiga mestan möguleika á því að ná fylgi á þeim slóðum.

En þegar talað er um hve margir taka ekki afstöðu, er rétt að hafa í huga að í kosningum er það venjulega á bilinu 15 til 20% sem gera slíkt, þ.e.a.s. mæta ekki á kjörstað eða skila auðu.  Í síðustu Alþingiskosningum var kjörsókn að mig minnir um 85%. Síðustu sveitastjórnarkosningar einkenndust nokkuð af slakri kjörsókn og sáust víða tölur í stórum sveitarfélögum undir 75% og allt niður að 66% minnir mig.  Ef til vill eru kannanir sem þessi því hættumerki um að kjörsókn geti fallið verulega ef ekkert verður til að auka áhuga almennings.

En könnunin undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn er lang öflugasti flokkur landsins, með traustasta fylgið.  Framsóknarflokkurinn virðist heldur vera að bæta sína stöðu (það er líka býsna sterk hefð fyrir því að hann sé sterkari í kosningum en í könnunum) en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera í verulegum vandræðum. 

P.S.  Bendir þessi könnun ekki til að, Jón Bjarnason með stuðning upp á 37% í könnun hjá sömu aðilum,  megi vel við una, þegar Samfylkingin er með 8% (17%) og Vinstri grænir 6% (13%). 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband