7.12.2011 | 18:44
Þakkir til Lilju Mósesdóttur - Hættum ríkisrekstri á stjórnmálaflokkum.
Ég vil þakka Lilju Mósesdóttur fyrir að leggja fram þessa breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið. Þeir þingmenn sem greiddu tillögunni atkvæði sitt auk Lilju, eiga sömuleiðis þakkir skildar.
Það er sömuleiðis hollt fyrir alla að velta því fyrir sér hvaða þingmenn greiddu atkvæði á móti tillögunni. Hvaða þingmenn það eru sem þykir það sjálfsagt að ríkið gefi stjórnmálaflokkunum á Íslandi um 300 milljónir árlega.
Það veldur mér sérstökum vonbrigðum að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiðir atkvæði með breytingartillögunni. Í þeim þingflokki finnst enginn þingmaður sem telur það ekki hlutverk ríkisins að borga rekstrarkostnað stjórnmálaflokka. Það eru fleiri þingmenn Vinstri grænna (þó að þar finnist aðeins 1.) þeirrar skoðunar en þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Það er líka gott að hafa í huga að eftiri því sem ég kemst næst, hefur þessi upphæð ekki verið skorin niður. Þannig er forgangsröðin.
Hér í Kanada er Íhaldsflokkurinn nýbúinn að efna kosningaloforð um að klippa þessa styrki af, en hér var við lýði sú regla flokkarnir fengu tvo dollara fyrir hvert atkvæði sem þeir höfðu hlotið. Þetta er liðin tíð. Stjórnandstöðuflokkarnir hér voru harðir á móti, en ríkisstjórnin hélt sinni stefnu, sínu kosningaloforði til streytu. Því er almenningur í Kanada laus við að bera þennan kostnað, í það minnsta um sinn.
6 þingmenn vildu afnema styrki til stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt tiltölulega nýjum lögum um fjármál stjórnmálaflokka er nánast búið að útiloka að stjórnmálaflokkar fjármagni sig með styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Styrkir þykja í umræðu dagsins ávíun á spillingu og vafasama hluti. Nú vilja menn líka sníða af ríkisstyrkinn til stjórnmálaflokka. Þá situr eftir spurningin hvernig stjórnmálaflokkar eigi að fjármagna sig?
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 19:27
Ég held reyndar að stjórnmálalífið myndi bera lítinn skaða þó að rekstrarkostnaður flokkanna myndi lækka verulega. Ég helda sömuleiðis að starf flokkanna byði ekki tjón þó að þeir þyrftu í vaxandi mæli að reiða sig framlög einstaklinga og fyrirtækja.
Ég þekki ekki til starfsemi allra flokka, en í það minnsta sumir þeirra eru hættir að rukka félagsgjöld, líklega til að halda uppi útblásnum félagaskrám.
Það getur enda ekki talist eðlilegt hlutverk hins opinbera að standa straum af rekstri stjórnmálaflokka, það er að segja frá mínum bæjardyrum séð, en vissulega eru skoðanir á ríkisrekstri mismunandi. Sjálfsagt eru margir þeirrar skoðunar að ríkið taki þetta yfir eins og svo margt annað.
G. Tómas Gunnarsson, 7.12.2011 kl. 19:46
Skv. gildandi lögum um fjármál stjórnmálasamtaka mega hver stjórnmálasamtök taka við 400 þúsund krónum á ári frá hverjum og einum einstaklingi í landinu og 400 þúsund krónum á ári frá hverjum og einum lögaðila í landinu.
Skv. skoðanakönnun er það vilji tæplega 70% landsmanna framlög lögaðila verði bönnuð.
http://www.hreyfingin.is/frettir/122-ny-koennun-um-fjarmal-stjornmalasamtaka-um-70-a-moti-fjarframloegum-fra-fyrirtaekjum-og-um-80-a-moti-nafnlausum-framloegum-fra-einstaklingum.html
Þórður Björn Sigurðsson, 10.12.2011 kl. 00:53
Það er reyndar svo merkilegt að eini stjórnmálamaðurinn sem mig rekur minni til að hafa orðað það að hann væri tilbúinn til að banna framlög fyrirtækja er Davíð Oddsson. Þá fussuðu og sveiuðu alli aðrir flokkar yfir þeirri hugmynd.
Ég held reyndar að 400 króna framlög lögaðila séu ekki hættuleg.
Það ber reyndar að hafa í huga að ströng lög um fjármál ná sjaldnast tilgangi sínum. Þau hafa aðeins þau áhrif að áhrif heiðarlegra "sponsora" verða minni. Eftir sem áður verða alltat til fyrirtæki og einstaklingar sem geta lagt stjórnmálaöflum lið með vörum, lágri húsaleigu, alls konar afsláttum og hreinlega reiðufé sem mun hvergi sjást.
Þannig vinnur ströng löggjöf í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum, oft gegn tilgangi sínum.
G. Tómas Gunnarsson, 11.12.2011 kl. 04:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.