Æskilegt að stjórnmálamenn séu skoðanalausir

Ég ætla ekki að fjalla um hvort að Dalsbraut á Akureyri eigi að fara suður fyrir Þingvallastræti eður ei, á því hef ég enga skoðun (sem gerir mig þá afar hæfan til að taka um það ákvörðun, ekki rétt?).

En þessi ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að dæma bæjarfulltrúa vanhæfan að fjalla um málið vegna skoðana sinna eða eiginkonu sinnar er nokkuð skrýtin svo ekki sé sterkara að orði kveðið. 

En þetta er ef til vill angi af þeim kröfum að stjórnmálamenn eigi ekki að hafa skoðanir, eða alla vegna ekki að láta þær í ljósi, það geri þá vanhæfa.  Álíka upphrópanir heyrðust til dæmis frá samfylkingarmönnum eftir að Ögmundur hafði kveðið upp úrskurð sinn varðandi undanþágu fyrir landakaupum Nubos.

En eru stjórnmálamenn ekki einmitt kosnir vegna skoðana sinna á álitamálum?  Vegna skoðana þeirra á efnahagsmálum, skipulagsmálum, orkumálum o.s.frv?

En vissulega virðast margir stjórnmálamenn reyna að komast hjá því að tjá nokkrar skoðanir, þeir virðast líta svo að hlutverk þeirra sé aðeins að bregðast við því sem komi upp.  Leita lausna  og lausnamiðuð úrvinnsla heyrist oft í málfari þeirra.

Persónulega hef ég ekkert á móti stjórnmálamönnum með skoðanir og hef í gegnum tíðina greitt þeim atkvæði mitt.   Þessir skoðanalausu mega einnig starfa í stjórnmálum mér að meinalausu.  Kjósendur velja sína fulltrúa og kjósendum treysti ég vel til verksins.  

En það skekkir síðan útkomuna ef allir þeir sem hafa skoðanir eru dæmdir úr leik vegna vanhæfi.

 


mbl.is Vanhæfur vegna athugasemdar eiginkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband