6.12.2011 | 20:40
Ekki hvað síst núverandi ríkisstjórn sem er ófyrirsjáanleg
Það er alveg rétt að því miður að óskýrar reglur og matskenndar ákvarðanatökur eru vandamál í Íslensku stjórnkerfi. Sjaldan eða aldrei hefur það sést betur en í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hvert málið á fætur öðru hefur komið upp þar sem 2. eða fleiri skoðanir eru um hvaða leiðir skuli halda innan ríkisstjórnarinnar. Henni hefur ekki tekist að leysa vandamálin með eðlilegum hætti, heldur hafa deilurnar logað í fjölmiðlum.
En það má heldur ekki gleyma skatta og lagabreytingaæði stjórnarinnar. Öllu skal helst umturnað og sett í uppnám. Skattar eru hækkaðir ótt og títt og engin leið að sjá fyrir hvað verður á næsta ári.
Gott dæmi um þetta er til dæmis "kolefnisskatturinn" sem var til umræðu nú nýverið. Fjármálaráðherra fer fram með nýjan skatt og talar digurbarkalega. Ísland á ekki að vera nein skattaparadís fyrir mengangi stóriðju. Skatturinn vekur ótta á meðal fyrirtækja, ekki síst á meðal erlendra fjárfesta.
Upphlaup verður í stjórnarliðinu, ríkisstjórnin leikur á reiðiskjálfi. Skatturinn er dreginn til baka. En skaðinn er skeður. Ísland er orðið að landi þar sem enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og ef Steingrímur ynni í sterkari ríkisstjórn er alveg eins víst að skattinum hefði verið skellt á.
Íslendingar mega þakka upphlaupsþingmönnum í Samfylkingunni að ekki fór verr í þetta sinn, en þorir einhver að spá um hvar Steingrím gæti borið niður næst með skattahækkanir?
Það hefur oft verið talað um Íslendinga og Íra í sömu andrá undanfarin misseri. Það er athyglivert að í gegnum sínar þrengingar hafa Írar ekki hróflað við afarlágum tekjuskatti á fyrirtæki. Þeir telja að það sé óðs manns æði í þeirri stöðu sem þeir standa í. Sú staða er óbreytt í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem er í vinnslu í Írska þinginu.
Það er enda álit flestra að það hafi tryggt þeim á undanförnum árum gríðarlega erlenda fjárfestingu og hafi gert þeim mögulegt að halda mestu af henni.
Umhverfið hér ófyrirsjáanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
En íslendingar hugsa ekki rökrétt í neinum málum. Nú, t.d. mótmæla atvinnulausir VR þegnar og heimta aðgerir. Hvaða aðgerðir? Halló!
Sparki út þessarri óþurftar ríkisstjórn. Hún ætlar að svelta ykkur inn í ESB. Það verður engin velferð á Íslandi á meðan þetta illa gerða landráðapakk stýrir.
Ef þið eruð enn vinnufær, þá er nóg vinna í Noregi strax á morgun.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.