Alþjóðleg hjálp til eurosvæðisins

Merkel disciplineÞá er hættunni afstýrt alveg fram að næsta krísufundi.  Stærstu seðlabankar heims ákváðu að nóg væri komið af aðgerðaleysi og ákvarðanafælni og komu eurosvæðinu til hjálpar.

Það er mikið talað um að stór evrópskur banki hafi verið kominn að því að falla og skapa "Lehman moment", en það er þó aldrei staðfest heldur sagt meira sem svona "word on street" fréttir.

En það kann að hljóma skringilega að lönd eins og Bandaríkin, Japan og Bretland séu að bjarga einhverjum úr skuldakrísu, það er ekki eins og fjármálin þar séu skínandi fyrirmynd, en það er nú samt sem áður staðreynd.

Þessi lönd hafa betri getu til að takast á við krísuna heldur en Eurosvæðið og "Sambandið".  Þau hafa styttri boðleiðir og skjótari ákvarðanatöku og hafa sinn eigin gjaldmiðil sem gerir það verkum að þau njóta enn fulls trausts á markaðnum.

Flestar fréttir eru á þann veg að Bandaríski seðlabankinn hafi í raun leitt aðgerðirnar og er það í raun enn ein niðurlægingin fyrir "Sambandið" að utanaðkomandi seðlabanki þurfi að leiða aðgerðir til bjargar fjármálakerfi þess.

En flestir eru sammála um að þessi lausn eins og svo margar sem hafa komið á undan, kaupir aðeins tíma.  Eftir er að ráða bót á undirliggjandi vanda eurosvæðisins, koma skikki á uppbyggingu þess og skipulag.  Líklega verður það þrautin þyngri, þar reynir á ríkin 17, en þó umfram allt á Þýskaland.  Þangað er horft, þar er styrkurinn.


mbl.is Bankar koma til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fyrstur með fréttirnar. En hér heima höldum við áfram,þau sem eru á móti innöngu í E-ið,berjumst gegn því til eylífðar-nóns.

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2011 kl. 02:57

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Evrusvæðið á ekki í lausafjárvanda heldur skuldavanda og það læknast ekki með meiri skuldum og meiri spandans af bólufé með tilheyrandi verðbólgu. Evran hækkar, sem er sérstaklega slæmt, þótt margir líti á það sem batamerki. Það verða Þjóðverjar sem verða ofaná hér og nú eru flest Evrulönd orðin að hjáleigum. Næsta skref er að hirða gullforðann af Ítölum, með því að fá þá til að tryggja skuldir sínar í gulli. Það virðist allt ganga eftir plani hjá þessu hyski.

Hækkanir á markaði eru varfærnar og marginal. Sennilega meira vegna væntinga á jólatíð og meiri veltu í commodities.  Eftir áramót hrynur þetta svo dýpra.

Þetta er í annað sinn á 3 mánuðum sem seðlabanki bandaríkjanna prentar peninga til að Evrópubandalagið geti migið í skóinn. Nú er það ekki skuldabóla einstakra land sem mun springa heldur heilu álfurnar, en vittu til ofaná situr Þýskaland með sitt nýja third reich.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 07:31

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bankastofnanir eru nú farnar að hirða friðhelga peninga út af reikningum kúnna sinna og komast upp með það í USA eins og er að gerast með MF global. Fármálafyrirtæki sem verða uppvís að gríðarlegum svikum og þjófnaði fá að semja utan réttar og enginn sætir ábyrgð. Bæturnar fyrir að stela af fólkinu fara beint til ríkisins og eru aðeins brotabrot af því sem stolið er. Þetta er algerlega farið af hjörunum þettta system. Nú er svo Ponzi sceme-ið komið í glóbalískar hæðir með þessum inngripum Bernanke og co. Þjóðir verða beilaðar út úr skuldum óábyrgra braskara með að láta eftir allar ríkiseignir og gullforða og jafnvel vatnsveitur eins og Super Mario heimtar af ítölum.

Ekki orð um þetta í blöðum, enda skilja 15 ára íslenskir blaðasnápar ekki rassgat í þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 07:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru Kanadamenn í sama racketi og allir hinir?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 08:07

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega finnst mér það nokkuð táknrænt fyrir ástandið að því sem næstu einu "jákvæðu" fréttirnir af fjármálamörkuðum undanfarna daga, eru að kaupæði Bandarísks almennings hafi verið meira en nokkru sinni fyrr.  Hvaða ályktanir má draga af því?

Ástandið hér í Kanada er að flestu  leyti betra en víðast hvar annarsstaðar.  Kanada er afar ríkt land af hráefnum og lög um bankastofnanir nokkuð strangar og þær standa nokkuð vel.  En ef allt endar þar sem það stefnir dugar það lítið.  Það sleppur engin.

En vandamál Evrópu er miklu alvarlegra en bara skuldakreppa.  Í raun ríkir skuldakreppa í Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og víðar.  Ástandið hér í Kanada er sums staðar ekki til fyrirmyndar í þeim efnum og skuldir alríkisins býsna háar.  En eurosvæðið gildir við skuldakreppu og gjaldeyriskreppu.  Þar hafa ríkin tekið upp euro sem er fyrir flest þeirra ígildi þess að taka upp erlenda mynt.

Þess vegna er talað um að vandanum hafi eingöngu verið frestað.  Ekki fyrr en euroríkin taki á skuldavanda sínum OG skipulags og uppbyggingarvanda eurosins komist þau í var.

Peningaprentun er ekki virðingarvert athæfi, en það er þó úrræði sem ríkin sem standa utan eurosvæðisins hafa.  Skipulag eins og euroríkin og "Sambandið" hafa valið sér reynist vel á meða sólin skín en ekki stundinni lengur.

Þýskaland stendur vel, en það getur breyst hratt.  Til að lifa af útflutningi verða að vera til þjóðir sem geta borgað fyrir vörurnar.  Það sem hefur reynst best er hve viljugir Þjóðverjar hafa verið til að herða mittisólarnar sem sést best á hvaða kaupmáttaraukningu þeir hafa boðið sínu fólki undanfarna 2. áratugi eða svo.

Kunningi minn orðaði það með frekar kvikyndislegum hætti að Þjóðverjunum hefði yfirsést að hve lágvaxnari S-Evrópumenn eru gjarna og því mættu þeir ekki setja ólína fyrir þá í sömu hæð. 

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2011 kl. 12:47

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kaupæðið er keyrt áfram í aðgerðum eins og black friday útsöluæði til að fá fólk til að spandera sig út úr vandræðunum. Svona Keynesian töfraformúla með banvænum aukaverkunum. Það er verið að sjúga allt lausafé úr hagkerfinu áður en fólk nær að breyta sparnaði sínum í góðmalma og taka út af reikningum sínum. Þetta eru svona dauðakippir hagkerfis og nákvæmlega svona hefur þetta átt sér stað áður.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 00:22

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góð samlíking þetta með ólina.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband