Allir eru jafnir fyrir skattinum... nema...

Það er flestum líklega kunnugt um að skattar og gjöld hafa verið að hækka á Íslandi.  Breytingar í þá átt eru ótalmargar (það má sjá yfirlit yfir skattahækkanir hér)

En virðisaukaskattar eru augljóslega ekki eitthvað sem á að íþyngja öllum, ef marka má þessa frétt af því að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp um að afnema virðisaukaskatt af fjölmörgum tegundum listaverka.

Það liggur auðvitað beint við að hækka virðisaukaskatt á skóm, fötum og öðrum nauðsynjavörum jafnt sem ónauðsynlegum.  En það er alger óþarfi að borgaður sé skattur af listaverkum.

Forgangsröðunin er skýr og merkilegt að hugsa til þess að ekkert mál virðist að fjölga undanþágum í virðisaukaskattkerfinu.

Hér sem ég bý borga listamenn söluskatt en engin slíkur skattur er á matvælum.

En forgangsröðunin er auðvitað mismunandi.


mbl.is Listaverk undanþegin vaski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband