24.11.2011 | 14:18
Fangabúðir samofnar sögu kommúnismans
Fangabúðir og fangelsanir hafa alltaf fylgt ríkjum kommúnismans. Milljónir á milljónir ofan hafa verið dæmdar til fangabúðavistar, stundum fyrir að standa á skoðunum sínum, stundum fyrir að hafa stolið kornaxi, stundum fyrir ekkert annað en að hafa verið á röngum stað, stundum fyrir ekkert.
Tugir milljóna áttu aldrei afturkvæmt.
Það er tilviljun að ákkúrat núna er ég stuttu byrjaður að lesa bækur Alexanders Solzhenitsyns, Gulag eyjaklasinn I til III. Þó ég hafi lesið þær í einni bók endur fyrir löngu hef ég aldrei átt bókina fyrr en nú. Rakst á þær á fornbókasölu nýlega og keypti.
Það er óhætt að segja að hollt sé að rifja upp bækur eins og Gulag eyjaklasann. En það er líka hollt að hugsa um að enn þann dag í dag er fangabúðalífið hlutskipti milljóna manna og enn eru þeir margir sem ekki eiga þaðan endurkvæmt.
P.S. Hve mikil er skömm þeirra sem beittu því sem rökum fyrir því að Íslendingar ættu að samþykkja IceSave samningana, að ella ætti Ísland á hættu að vera á sama stalli og N-Kórea á meðal þjóðanna. Hafa þeir beðist afsökunar?
Var send 13 ára í þrælkunarbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Athugasemdir
Nei Tómas.
ICESAVE úrtölu- og landsöluliðið kann ekki að skammast sín og hefur enn ekkert beðist afsökunar á einu eða neinu, þó svo að kaupmáttur á Íslandi sé nú að vaxa meira en nokkurs staðar á ESB/EVRU svæðinu og atvinnuelysi sé nú mun minna heldur en þar er á nær öllum stöðum. Sama má segja um skuldir og skuldatryggingarálag íslenska Ríkisins sem eru nú vel sjálfbærar.
Allar hagtölur og lífssstandard staðlar sýna að þrátt fyrir allt þá er Ísland í fremstu röð ríkja heimsins og með hvað bestu framtíð meðan ESB ríkin eru flest öll stöðugt á fallandi fæti !
Hvað eiga þessar sífelldu blekkingar og lygi ESB Trúboðsins Íslenska að ná langt, áður en þeir sjá að sér og biðja þjóðina afsökunar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.