Er vandamál eurosins euroið?

Þegar rætt hefur verið um vandamál eurolandanna hefur oft verið fullyrt að vandamálið sé fjárhagsleg ringulreið og spilling í einstökum ríkjum.  Þá oftast nefnd til sögunnar Grikkland og Ítalía.  Þessi skoðun hefur verið vinsæl á Íslandi á meðal þeirra sem harðast ganga fram í því að taka hina erlendu mynt euro upp á Íslandi.

Æ fleiri eru þó að komast á þá skoðun að vandamálið sé einfaldlega euroið sjálft, eða uppbygging þess.  Vissulega hafi því sem næst öll euroríkin brotið reglurnar sem settar voru um myntina, í mismiklum mæli þó, en það sé uppbygging eurosvæðisins sem í raun beri í sér feigðina.  Það hafi í raun aldrei verið möguleiki við núverandi aðstæður að euroið gerði annað en að skapa vandræði, það hafi eingöngu verið spurning um tíma.  Euroið eigi í raun enga mögleika á því að lifa af nema með stórkostlegum breytingum á uppbyggingu svæðisins og ef til vill Evrópusambandsins sem heildar.

Þeim fer fjölgandi sem telja að gjaldmiðillinn muni ekki komast til fulls út úr vandræðunum nema að farin verði sú leið að stofna einhverskonar sambandsríki, eitthvað nálægt því sem við þekkjum frá t.d. Bandaríkjunum, Kanada, nú eða Þýskalandi.

Til að bjarga euroinu þurfi þurfi sterkara miðlægt afl, sem myndi samhæfa fjármál euroríkjanna og taka þau yfir að nokkru leyti.  Fjármálaeftirlit og ábyrgð á bankarekstri þyrfti að færast til Sambandsríkisins.  Samhliða þessu þurfi að færa skattstofna til "Sambandsins" og samhæfa skattálagningu upp að vissu marki.

Eitt af meginverkefnum "Sambandsríkisins" þurfi að vera að styrkja suðurríkin til að vinna upp þá samkeppnishæfni sem þau hafa misst til norðursins (sérstaklega Þýskalands), en ella þurfi stöðugur millifærslur fjár ef ríkin eigi að geta notað sama gjaldmiðil.

En næst samstaða um slíkar breytingar?

Það er ljóst að samningaviðræður verða snúnar og margar mismunandi skoðanir og óskir munu koma fram (rétt eins og sést þegar Írland að farið að tala um að það þurfi að fá felldar niður skuldir, annar sé næsta víst að breytingar verði aldrei samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá Írsku þjóðinni).

Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, eru ljóðlínur sem oft heyrast á þessum árstíma og eiga ágætlega við þegar vöngum er velt yfir framtíð Evrópusambandsins.

En ég á síður von á að seinni parturinn, en eitt er víst að alltaf verður, ákaflega gaman þá, eigi við um komandi samningaviðræður um þær breytingar sem þarf að gera á regluverkinu.

Þegar virðist vera farið á bera á því að fjárfestar séu að draga sig til baka frá eurosvæðinu og þegar bæði Bresk og Bandarísk skuldabréf (það er ekki eins og efnahagur þeirra standi í blóma) eru álitin tryggari fjárfestingarkostur en skuldabréf Þýskalands þá er ljóst að tíminn sem Evrópusambandið hefur til að koma málum sínum í réttan farveg er að styttast.

Hvernig Evrópusambandið kemur til með að líta út eftir ár er jafn óljóst og stefna ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum.

Auðvitað færi best á því að setja umsókn Íslands um "Sambandsaðild" á ís og einbeita sér að því að vinna í atvinnustefnunni.


mbl.is Umræðan „súrrealísk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir lokaorðin hjá þér.  Hvernig væri að leggja umsóknina í hilluna og einbeita sér að atvinnuuppbyggingu í landinu.  Er ekki komin tími til?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2011 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband