Skemmdarverkastarfsemi hreinu tæru vinstristjórnarinnar

Það er leiðinlegt að lesa fréttir sem þessa frá Íslandi, en því miður virðist það verða æ algengara.  Ríkisstjórnin virðist æ oftar leggja í vanhugsaða leiðangra.  Því sem næst það eina sem virðist koma upp í hugann er að skattleggja hvar sem svo mikið sem glittir í smá aur.  Skattabreytingar á Íslandi eru víst komnar á annað hundraðið síðan núverandi ríkisstjórn tók við.

Þeir einu sem kætast eru skattalögfræðingar og bóhaldarar, þeir sjá fram á betri tíð.

Enginn veit hvar ríkisstjórnin ákveður að leggja dauða hönd skattlagningarinnar næst.  Í fréttinni sem þessi færsla er hengd við er fjallað um nýjan skatt sem setur áform og rekstur nokkurra fyrirtækja í uppnám og hundruði starfa í hættu.  Allt í nafni norrænu velferðarinnar.

En það eru auðvitað ekki allir sammála þessrar stefnu, ekki einu sinni innan þingflokka ríkisstjórnarflokkana.  Það eru til þingmenn, sam hafa reyndar haft ríkisstjórnina á skilorði því sem næst eins lengi og elstu menn muna, sem segjast ekki sammála þessu.  Sigmundur Ernir fullyrðir að ekki sé þingmeirihluti fyrir málinu.  En ef til vill er hann fullur af orðum og engu öðru.

Ef til vill verður skatturinn dreginn til baka, en því miður hafa skemmdirnar þegar orðið að hluta.  Þeir eru nefnilega æ fleiri sem ekki treysta Íslenskum stjórnvöldum.  Þegar skattaumhverfinu er breytt ótt og títt er á erfiðara að gera áætlanir og í raun ómögulegt.  Þegar Íslensk stjórnvöld eru ásökuð um að standa ekki við gerða samninga gerir útlitið enn verra.  Þess vegna þarf að íhuga vel áður en slíkar tillögur eru lagðar fram, eitthvað sem ríkisstjórnin virðist ekki megna, hvað þá að hlutirnir hafi verið ræddir til mergjar í þingflokkunum, ummæli Sigmundar Ernis benda alla vegna ekki til þess.

Hvaða fyrirtæki vill fjárfesta í svona umhverfi?  Svarið er fá sem engin, enda er pólítísk áhætta við það að fjárfesta á Íslandi löngu komið á hættulegt stig.  Hvað pólitísk inngrip varðar er Íslandi skipað á bekk með nokkrum löndum Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Rússlandi.

Þessum skemmdarverkum ríkisstjórnarinnar verður að fara að linna.

 


mbl.is Afleiðingar skattsins skelfilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hentar þeim vel að gera Ísland ólíft fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þess betur gengur þeim að selja ESB tálsýnina. Mér sýnist niðurrifsstarfsemin snúast fyrst og fremst um það. Ef það gengur ekki með rökum að tæla okkur inn, þá skal svelta okkur inn.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2011 kl. 22:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að Jón Steinar sé meðida.  Skelfileg ríkisstjórn og enn skelfilegri stefna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2011 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband