Fjármálamarkaðir skrópa í Þýskukennslunni

Það vakti mikla athygli og raunar reiði hér og þar, þegar Þýskur þingmaður lét þau orð falla nýverið að nú talaði öll Evrópa Þýsku.

En fjármálamarkaðir virðast ekki hafa of mikinn áhuga á hinu Germanska máli og virðist svo sem stór hluti þeirra hafi ákveðið að skrópa í Þýskukennslunni í morgun.  Þá hugðist Þýskaland selja 10. ára skuldabréf fyrir 6. milljarða euroa, en tilboð komu aðeins í u.þ.b. 65% af upphæðinni, eða u.þ.b. 3.6 milljarða.

Eftir starfsmönnum markaða er haft:  Ef Þýskaland getur ekki selt skuldabréf, hvað ætlar þá afgangurinn af Eurosvæðinu að gera?

En líklega er þetta gott dæmi um óróa á markaði sem hefur verið að hrjá Evrópu upp á síðkastið.  Það versta fyrir euroríkin er auðvitað að þau eru þegar í Evrópusambandinu, það útlokar að þau geti notað þá töfralausn við efnahagslegum óstöðugleika, sem að sækja um aðild að "Sambandinu" er.

Áhugi á því að kaupa skuldabréf í euroum virðist vera í lágmarki.  Það helst ef til vill í hendur við þann vilja frammámann í "Sambandinu" að  tala helst ekki  um sameiginleg Euroskuldabréf lengur, heldur tala þeir nú hátíðlega um Stöðugleikaskuldabréf.  "Sambandsspeakið" lætur ekki að sér hæða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband