Í hvaða gjaldmiðlum er útflutningur Íslendinga?

Það hefur sést á prenti víða að euroið sé helsti útflutningsgjaldmiðill Íslendinga.  Það er misskilningur.  Reyndar hafa margir "Sambandssinnar" kosið að nota þann hálfsannleik að stærstur hluti útflutnings Íslendinga sé til eurolanda.  Ég segi hálfsannleik vegna þess að það er ekki rangt, skipting utflutningstekna islands HMGen þetta er notað til að reyna að blekkja, það skiptir engu máli í hvaða landi uppskipunarhöfn er, eða hvaða gjaldmiðill er notaður í viðkomandi höfn (nema auðvitað fyrir Íslenska farmenn sem reyna að kaupa sér vörur án þess að ofurskattlagning Íslensku velferðarstjórnarinnar komi þar nærri).  Það sem skiptir máli er hvaða gjaldmiðill er notaður til að greiða Íslenskum útflutningsaðilum fyrir vörurnar.

Kökuritið hér til hliðar, sem ég fékk "lánað" úr grein Heiðars Más Guðjónssonar, sem birtist á vef Vísis, sýnir að Bandarískur dollar er sú mynt sem stærstur hluti útflutnings Íslendinga er greiddur með.  Euroið er í öðru sæti.  Það er reyndar athyglivert að útflutningur sem er greiddur með myntun þeirra landa sem eru í "Sambandinu" en hafa kosið að nota ekki euroið, er aðeins örlítið minni en sá hluti sem greiddur er með euroum.  Sé EES landinu Noregi bætt við er það stærri hluti en greiddur er með Euroum.

Ég hef ekki kökurit yfir skiptingu innflutnings með sama hætti (upplýsingar vel þegnar í athugasemdum, ef einhver hefur þær), en hef það á tilfinningunni að þar sé euroið mun fyrirferðarmeira. 

En Íslendingar gera sér líklega grein fyrir því hvað gerist þegar ríki flytja stöðugt inn meira en þau flytja út, því þeir hafa reynt það á eigin skinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll G.Tómas. Innflutningur frá Evruríkjum nemur uþb 30% af heildarinnflutningi til Íslands.

Sjá : axelthor.blog.is (um vöruskipti ds. 17/11 s.l.)

Kolbrún Hilmars, 22.11.2011 kl. 15:02

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð greinargerð. Ég hef líka alltaf sagt að ef við ætlum að skipta um minnt þá ættum við að taka upp USDollar. Kína menn selja vöru sína mest í USD. Mér var neitað um að borga í evrum síðast þegar ég pantaði vöru frá kína. Kanadadollarinn er ekki vinsæll verslunarmiðill en auðvita vilja menn þann miðil sem hafa flúið með gjaldeyri en Kanada tekur við peningamönnum svo það væri sætt fyrir þá að koma með þann pening inn í landið sem Kanadadollar.

Valdimar Samúelsson, 22.11.2011 kl. 20:19

3 identicon

Nýr gjaldmiðill

Í hnotskurn:

1.      Breyta Íslenskri Krónu í Íslenskan Ríkisdal.

2.      Lengri söguleg hefð fyrir ríkisdölum en krónu á Íslandi.

3.      Festa gengi nýja íslenska ríkisdalsins við BNA dollar.

4.      Lækka stýrivexti í 1%.

5.      Mestur partur skulda ríkisins er í BNA dollurum.

6.      Íslensk stórfyrirtæki skulda mest í BNA dollurum.

7.      Landsvirkjun selur orkuna í BNA dollurum.

8.      Öll hrávara s.s. olía, bensín, boxite o.s.frv. flutt inn í BNA dollurum.

9.      Ál selt frá landinu er í BNA dollurum.

10.  Gera fríverslunarsamning við Bandaríkin.

11.  Gera gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Bandaríkjanna.

12.  Gengisfesting við BNA dollar gefst mjög vel hjá meira en 20 þjóðríkjum.

13.  Gengisfesting við BNA dollar er ódýr og þjóðhagslega hagkvæm ráðstöfun.

14.  Sameining Seðlabanka Fjármálaeftirlitsins, Hagstofu og Þjóðskrár.

15.  Seðlabanka breytt í Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands.

16.  BNA dollar er varagjaldeyrisforði flestra ríkja heims.

17.  BNA dollar er notaður í 90% allra heimsviðskipta.

18.  Mestur stöðugleiki var á Íslandi með fastgengisstefnunni á 10. áratugnum.

19.  Upptaka Evru er óframkvæmanleg vegna Maastricht-skilyrðanna.

20.  Tenging við BNA dollar auðveldar áætlanagerð og uppgjör fyrirtækja.

21.  Tenging við BNA dollar er betra fyrir  ferðaþjónustuna.

22.  Innflutningur frá Evruríkjum nemur u.þ.b. 30% af heildarinnflutningi til Íslands.

Guðmundur Franklín Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 08:01

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek vel undir þetta hjá þér Guðmundur Franklín. Reyndar hef ég alltaf verið hlynntur USD en ekki endilega skipta okkar gjaldmiðli en þetta hljómar vel að hafa sinn eigin ríkisdal samtengdan USD. Þú ættir að senda þetta á alþingi. 

Valdimar Samúelsson, 23.11.2011 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband