Vinstri ríkisstjórn í vanda - Frjálslynd öfl innan hennar biðla til Framsóknarflokksins

Mér var bent á það í tölvupósti að ég ætti að hlusta á Sprengisand sem var í morgun á Bylgjunni, aðallega til þess að hlusta á Árna Pál Árnason, töfralausnamann Samfylkingarinnar biðla til Framsóknarflokksins.

Það var marg fróðlegt sem kom fram í þættinum, en smjaður Árna Páls fyrir Framsóknarflokknum var tvímælalaust á meðal þess athyglisverðasta.

Að hluta til ber þetta smjaður Árna Páls vitni um ótta Samfylkingarinnar við eingangrun.  Þegar allir stóru stjórnmálaflokkarnir á Íslandi að Samfylkingunni undanskyldri, eru að styrkja andstöðu sína víð "Sambandsaðild" (þó að VG haldi sig við stuðning við "aðlögunarviðræður" til að halda lífi í ríkisstjórninni), er nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna - meira nú en nokkru sinni fyrr - að einhverjar brýr séu ennþá uppistandandi til annara flokka.

Í þættinum passar Sigmundur Davíð sig á að taka hæfilega vel á móti bónorðinu, en alls ekki neita því með öllu.  Það getur verið bæði klókt og óklókt ef svo má að orði komast.  Auðvitað má segja að það sé best að brenna ekki neinar brýr að baki sér, en hins vegar held ég að fáir hugsanlegir kjósendur Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að hlutverk hans sé að styrkja núverandi ríkisstjórn í sessi.  Flestir þeirra telja að mínu mati að flokkurinn hafi lært sína lexíu í þeimum efnum er hann studdi núverandi stjórnarflokka til að mynda minnihlutastjórn veturinn 2009 (Siv Friðleifsdóttir og sumir aðrir Framsóknarmenn eru örugglega annarar skoðunar).

En það er líka athyglivert þegar Árni Páll segir í þættinum að það geti ekki verið hlutverk ríkisstjórnarinnar að verja eiginfjárhlutfall húseigenda sem hafi verið við lýði árið 2007 eða þar um bil.

Það má auðvitað til sanns vegar færa að verðmætamat almennt og þá sérstaklega á fasteignum hafi verið komið úr tengslum við raunveruleikann á því árabili.  Það er athyglisverð nálgun þegar horft er til afstöðu þáverandi félagsmálaráðherra til sambands fasteignamats og lánveitinga á þeim tíma.

Þáverandi félagsmálaráðherra var reyndar hækkuð í tign við upphaf núverandi stjórnarmynsturs og gerð að forsætisráðherra en það er önnur saga.

En meginviðfangsefni Íslenskrar stjórnmála nú ætti að vera að undirbúa kosningar.  Traust núverandi ríkisstjórnar sem og traust og virðing Alþingis sýnir að nauðsyn er að endurnýja umboð allra þeira sem sitja á Alþingi sem og ríkisstjórn.

Ef til vill færi best á að bónorðstilburðir stjórnmálamanna yrðu geymdir þangað til að slík styrkleikamæling hefði farið fram.

P.S.  Notkun orðsins frjálslynd öfl í titli þessa bloggs er í raun lítið annað en grín af því hvernig orðið frjálslyndi er notað nú til dags.  Flestir kjósa að nota það eingöngu yfir þá stjórnmálamenn sem þeim eru þóknanlegir, en hafa ef til vill sýnt lítið frjálslyndi í störfum sínum.  Frjálslyndi vilja margir sömuleiðis nota yfir þá stjórnmálamenn sem hafa jákvæða afstöðu til "Sambandsins".  Þetta hefur orðið til þess að orðið frjálslyndi hefur misst merkingu sína í Íslensku.  Árni Páll er ekki frjálslyndur stjórnmálaamaður að mínu mati, enda styður hann einhverja mestu álögu og afturhaldsstjórn sem um getur á Íslandi.  Það þarf þó ekki að koma í veg fyrir að hann geti hugsanlega talist til frjálslyndari hluta hennar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Árni Páll á biðilsbuxunum? Jæja,það fer um þá í fylkingunni. Það er svo stutt í venslar og vinskap,sem gerir erfitt fyrir mig að atyrðast út í strákinn,nágranna minn,son prestsins míns og bekkjarbróður dóttur minnar. Ekki það að daðrið við Framsókn,sé eitthvað öðruvísi en viðgengst hefur alla tíð í stjórnmálum. En aldrei fyrr hefur málið snúist um fullveldi Íslands. Það tekur þó nokkurn tíma að átta sig á að þessi gæða drengir eins og hann,vilji hneppa þjóð sýna ,, er ofsagt í ánauð? Ekki veit ég hvort Andrés Pétursson, sem gekk úr Framsókn,taki að sér að liðka til.Spurning hvort enginn geti staðist stóla og peninga.   Þessar tilfærslur á Alþingi ganga ekki lengur,ég tek því undir með þér að endur nýja þarf umboð flokkana, kjósa sem allra,allra fyrst.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2011 kl. 06:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Áður en einhver stenst ekki lengur freystinguna,en ég trúi því ekki á Framsókn eftir alla mótspyrnuna,að þeir fari að missa meydóminn fyrir GÍG.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2011 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband