Æfing í "Sambandslýðræði" hjá Sjálfstæðisflokknum?

Það er þekkt afbrigði af lýðræði innan "Sambandsins" að það þurfi að greiða atkvæði þangað til ásættanleg niðurstaða fæst.

Þetta afbrigði virðist nú hafa verið tekið í notkun hjá Sjálfstæðisflokknum.

Þegar niðurtaðan er ekki eins og til er ætlast, þá er heimtað að greidd séu atkvæði að nýju.

Vissulega má segja að seinni atkvæðagreiðslan endurspegli betur vilja meirihluta fundarmanna, þar sem mun fleiri greiða atkvæði í það skiptið og niðurstaðan er nokkuð afgerandi.  En ég vil benda fundarmönnum á það, sérstaklega þeim sem stóðu fyrir endurtekningu á atkvæðagreiðslunni, að lýðræðið byggist einmitt á því að tekið sé þátt.  Að taka ekki niðurstöðu neinnar atkvæðagreiðslu sem fyrirfram gefni, heldur mæta og greiða atkvæði.

Að heimta endurtekningu atkvæðagreiðslu vegna þess að mikill hluti þeirra sem atkvæðisrétt höfðu töldu sig bersýnilega hafa mikilvægari hnöppum að hneppa, en að greiða atkvæði er skrumskæling á lýðræðinu.

En það er ef til vill táknrænt fyrir tilefnið, að leið þessa afbrigðis, þessi enduröpun á "Sambandslýðræði" sem ratað hefur inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins, skuli vera valin til að friðþægja þá flokksmenn sem hæst hafa talað fyrir nauðsyn þess að ganga í margnefnt "Samband".

Vissulega er ekki óeðlilegt að málamiðlun eigi sér stað þegar tekist er á um stór mál, rétt eins og "Sambandsaðild" vissulega er.  Það er verra þegar kostnaðurinn við málamiðlunina er að lýðræðið er sett til hliðar.


mbl.is Felldu tillögu um að draga umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband