17.11.2011 | 13:02
Er það bara um helmingur sem vill draga umsóknina til baka?
Nú hefur RUV birt frétt um könnunina sem MMR gerði fyrir Andríki og síðast færsla mín fjalla um. Fyrirsögnin er:
Helmingur vill hætta við umsókn
Hér er fréttin í heild.
Um helmingur þjóðarinnar vill draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka, samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Andríki. Spurt var hversu fylgjandi eða andvígir menn væru því að stjórnvöld dragi umsóknina til baka.
Um helmingur kvaðst mjög eða frekar fylgjandi því að umsóknin yrði dregin til baka, 14 prósent voru hvorki fylgjandi né andvígir og ríflega 35 prósent mjög eða frekar andvíg því.
Þeim hefur fækkað sem vilja draga umsóknina til baka frá því MMR gerði sambærilega könnun fyrir Andríki í fyrra. Þá voru tæplega 57 prósent fylgjandi því að umsóknin yrði dregin til baka en 24 prósent á móti því.
Fréttablaðið kannaði um miðjan september hvort kjósendur vildu heldur að umsóknin að ESB yrði dregin til baka eða aðildarviðræðum lokið og samningur settur í þjóðaratkvæði. Þá sögðust 63 prósent vijla halda viðræðum áfram en 37 prósent að þeim yrði hætt.
Fréttastofan leggur sig í framkróka að því er virðist að nefna ekki prósentutölu þeirra sem vilja draga umsóknina til baka. Þeir kjósa frekar orðalagið "um helmingur". Þegar kemur að þeim sem vilja halda umræðum áfram er orðalagið ákveðnara "ríflega 35%".
Að sjálfsögðu sneyðir fréttastofan hjá því að nota orðið meirihluti um þá sem vilja draga umsóknina til baka.
Hver skyldu nú vikmörkin á "um helmingur" vera?
Svo er að sjálfsögðu ekki hægt að skrifa um þessa skoðanakönnun án þess að minnast á könnun sem Fréttablaðið gerði í september og þá ver svo við að prósentan kemur skýrt fram og óákveðnir eru ekki með í þeim útreikningum.
Skyldi verða minnst á þessa könnun, næst þegar fjallað verður um könnun Fréttablaðsins eða Gallup?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Ég hjó eftir þessu. Þetta var líka presenterað svona á DV. Ótrúleg ósvífni, en sýnir hið rétta eðli þessara miðla. Í raun er ekki mikikill munur á fyrri könnun MMR því vikmörkin eru 3.5% í báðar áttir. Eðlilegt flux í úrtakinu.
Það er allt gert til að þagga þetta niður eins og síðast, en bíddu þangað til þeirra gildishlaðna könnun birtist. Ef það hallar í "rétta" átt þar, þá verður þetta í stríðsletri um allar forsí'ður.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2011 kl. 14:09
Hversu lágt getur hinn hlutlausi Ríkisfjölmiðill allra landsmanna lagst í ESB dekri sínu.
Botninum í grímulausri ESB áróðursfréttamennsku þessa Ríkisfjölmiðils hefur nú verið náð.
Gunnlaugur I., 17.11.2011 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.