Sá á VefÞjóðviljanum að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR hefur unnið fyrir Andríki er það vilji meirihluta Íslendinga að aðildarviðræðum við "Sambandið" verði slitið. Það þarf ekki að koma á óvart eins og staðan er í dag.
Spurningin sem lögð var fyrir svarendur er einföld:
Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?
Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar. Minnihluti, 35,3%, vill halda umsókninni til streitu en 50,5% vilja draga umsóknina til baka.
Nánari upplýsingar um könnunina má finna hér.
Það kemur fram í vefritinu að önnur könnun sé væntanleg, þar sem spurningar eru orðaða öðruvísi og verður fróðlegt að sjá hvernig niðurstöður verða úr henni ef hún hefur verið gerð.
Það verður ekki síður fróðlegt að sjá hvaða meðferð og umfjöllun þessi skoðanakönnun fær í fjölmiðlum.
Flestir fjölmiðlar eru hrifnir af og gera mikið úr niðurstöðum skoðanakannana, enda auðvelt að gera "uppslátt" úr þeim.
En það hefur þó sýnt sig í gegnum tíðina, að ef niðurstöður eru ekki í takt við "ritstjórnarstefnu" þá njóta kannanir minni hylli.
En ég fagna þessari könnun og þessari niðurstöðu, þó að kannanir séu vissulega eingöngu kannanir. En þeir gefa vísbendingar og því sterkari sem niðurstöðurnar eru afdráttarlausari.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Það verður fróðlegt að sjá umfjöllunina, það segirðu satt. Þessar spurningar eru ekki eins gildishlaðnar og kannanir, sem pantaðar hafa verið hingað til, en ein slík á að líta dagsins ljós á næstunni.
Svo er spurning hvort þetta er slembiúrtak eða ekki. Það er hægt að hafa áhrif á niðurstöður með því að fókusera á bæjarhluta í Reykjavík eða á landsbyggðina. Flylgið sveiflast svolítið milli þeirra mengja.
ESB áróðursmeisturunum er mikið í muna að láta sem þetta sé spurning um réttinn til þjóðaratkvæða í stað efnislegra raka um hvort það er yfirleytt vit í þessu. Það kemur sterklega i ljós þegar spurt er um hvort menn eru fylgjandi inngöngu eður ei. Þá eru afgerandi meirihluti gegn inngöngu. Auðvitað á það að gilda.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2011 kl. 06:35
Eftir að hafa skoðað könnunina, þá er þetta afar afgerandi niðurstaða. Aðeins Hákólafólk og svokallaðir sérfræðingar kjósa að halda þessu áfram en þó er munurinn ekki nema 4-7% þar.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2011 kl. 06:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.