16.11.2011 | 05:30
Að gera fiskistofnana að raunverulegri þjóðareign
Þó að hugmynd Péturs sé ekki ný af nálinni er hún virkileg góð og virkilega umræðu virði. Ég er reyndar ekki búinn að lesa frumvarpið sjálft (allt of mikið að lesa þessa dagana), en vona að ég finni mér tíma til þess.
En með þessu móti verða fiskistofnarnir gerðir að raunverulegri þjóðareign. Ekki bara fyrir ríkið og stjórnmálamenn að vasast með, heldur eru allir með. Allir fá jafna hlutdeild, allir sitja við sama borð og geta ákveðið hvað þeir gera við sinn hlut.
Valið stendur þá á milli þess að veiða sjálfur eða selja. Nú ef ákveðið er að selja, þá stæðu nokkrir möguleikar opnir. Hægt væri að selja hæstbjóðenda. Hægt væri að ákveða að selja eingöngu til "heimamanns" og svo þar fram eftir götunum. Einn möguleikinn væri að láta sinn hluta falla niður ónýttan ef viðkomandi væri á móti fiskveiðum, t.d. ef viðkomandi einstaklingur telur veiðar grimmilegar, eða að þorskurinn sem vitsmunavera eigi betra skilið.
En lang líklegast er auðvitað að frumvarpið dagi upp í nefnd, eða annars staðar í ranghölum Alþingis. Stjórnmálamönnum líst án efa lítið á að færa þjóðareignina til þjóðarinnar, enda hugsunin nokkuð róttæk.
Ég velti því þó örlítið fyrir mér (áður en ég hef lesið frumvarpið) hvernig Pétur áætlar að standa að innköllun núverandi veiðiheimilda, sem margir útgerðarmenn hafa keypt háu verði. En það verður að bíða enn um sinn að komast að því.
Allir fái veiðiheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Til að auðvelda þér þínar vangaveltur þá er ágætt að þú vitir að Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, Pétur Pálsson, viðurkenndi á fundi Samtaka atvinnulífsins þann 9. febrúar sl. að af 20 kvótahæstu útgerðum sem ráða yfir 84% kvótans séu aðeins tvö yngri en 30 ára.
Varla þarf frekari vitna við að kvótakerfið er lokað kerfi þar sem fákeppni ræður og þeir sem fengu forgjöf í byrjun ráða yfir nær allri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar.
Sigurjón Þórðarson, 17.11.2011 kl. 00:09
Aldur fyrirtækjanna þarf í sjálfu sér ekki að segja mikið. Án þess að ég hafi hugmynd um það gætu þau sum hver verið margbúin að skipta um eigendur eða stóran hlut hluthafa á því tímabili. Heldur ekki þar með sagt að þau hafi verið á topp 20 allan þennan tíma.
Margir hafa keypt kvóta og enn fleiri selt líklega. Er t.d. Akureyrarbær ekki einhver stærsti kvótaseljandi sem til hefur verið á Íslandi?
En ætli Akureyrarbær hafi ekki verið á eða nálægt topp 20 á sínum tíma?
En ég hefði mikið meira gaman af því ef þú segðir frá hvernig þér líst á frumvarpið hans Péturs?
G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2011 kl. 00:49
Mér líst bæði vel og illa á frumvarpið en það sem slæmt við frumvarpið er að áfram er gert ráð fyrir að stjórna með kvótakerfi sem hefur reynst afar illa og verið mikill hvati sóunar.
Það sem er jákvætt við breytingarnar er að það felur í sér að landsmenn standi jafnir við nýtingu sameiginlegrar auðlindar.
Sigurjón Þórðarson, 17.11.2011 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.